ég fór í “sauma”klúbb um daginn og það var á boðstólnum þessi voðalega góði réttur sem að ég hreinlega varð að fá uppskriftina af og af því að hann er svo eifaldur og MJÖG góður þá er ég að hugsa um að deila henni með ykkur “gjössovel”


1.pk. Golden hrísgrjón frá Batchelors
1/2 dós sveppir
1 bréf skinka ( rifin niður)
1/2 brauð
2.msk majones
1.tsk karrí
1.peli rjómi
Ostur

Hrísgrjón soðin. Safi af sveppum, karrí, rjómi og majones hrært saman. Brauð rifið niður og sett í eldfast mót. Því næst er hrísgrjónunum, sveppunum og skinkunni bætt út í og að lokum er rifinn ostur settur ofan á. Hitað við 180 til 200° þar til osturinn er bráðnaður.
Kveðja