Stektur fiskur með eplum og agúrkum !! namminamm

hollur og góður réttur úr einni af uppáhalds“bókunum” mínum Nýjir eftirlætisréttir:


600 gr roðflett ýsuflök(má alveg nota annan fisk)
salt og pipar
safi úr einni sítrónu
1 egg
3 msk hveiti
6 msk brauðrasp
matarolía til steikingar
2 rauð epli
1/2 agúrka
2-3 msk vatn

Skerið fiskinn í hæfilega bita og kryddið með salti og pipar,hellið safa út 1/2 sítrónu yfir og látið standa í 10 mínútur.
Veltið fiskinum uppúr eggi og svo hveiti og raspi(blönduðu saman).
Stekið fiskinn á pönnu úr matarolíunni,takið af hitanaum og haldið heitum.
Skerið epli og agúrku í teninga og snöggsteikið saman á pönnu í olíu,hellið vatni og safa úr hálfri sítrónu yfir og látið krauma þar til eplin mýkjast,og berið fram með fiskinum.

Með þessu er gott að hafa kartöflur,hrísgrjón eða pasta.
Kveðja