jæja,jæja hér kemur ein bolluuppskrift svona í tilefni boludagsins,ég er ákkúrat að fara að gera svona í kvöldmatinn…hehe bollur í öll mál!!!
Annars er þetta rosa sniðugur réttur í svona “fullorðins”afmæli og þess háttar…..verði ykkur að góðu!!!

500 gr. nautahakk
1 pk ritzkez
1 pk. púrrulauksúpa
2 msk saxaður laukur
rifsberjahlaup
tómatsósa eða chilisósa
mjólk

Nautahakki muldi ritzkexi,söxuðum lauk, púrrulauksdufti og mjólk blandað saman og búnar til bollur,steiktar í smjöri.
Blandið saman rifsberjahlaupi og tómat/chilisósu í skál,veltið hverri bollu uppúr sósunni og raðið í eldfast mót.Bakið í 20-30 mínútur við 200 gráður(á celsíus)
Kveðja