Hér koma uppskriftir af uppáhaldsréttum minum og fjölskyldunnar…….þeir eru ólíkir en báðir voða góðir og öllum finnst gott,bæði börnum og fullorðnum!

KARRYFISKUR m/hrísgrjónum

600 gr fiskflak
2 dl hrísgrjón
2 dl súrmjólk
4 msk léttmajónes
2 tsk karry
salt
100 gr nýjir/niðursoðnir sveppir
rifin ostur yfir

Sjóðið hrísgrjónin,hrærið saman:súrmjólk-majónes-karry-salt.Setjið hrísgrjónin í smurt,ofnfast fat.Skerið fiskinn í bita og raðið yfir,stráið salti yfir.Hellið karrysósunni yfir réttinn.Bakið í miðjum ofni við 200 gráður í 30-40 mínútur.Stráið þá osti yfir réttinn og bakið áfram þar til osturinn er bráðinn.

Meðlæti:kartöflur og salat



HRÍSGRJÓNARÉTTUR:

1.kg hrísgrjón(soðin)
1. kg rækjur(notum líka stundum skinkustrimla)
150 gr.rifin ostur
2 msk karry
1 tsk salt
1 peli kaffirjómi
3 stk hvítlauksrif
1/2 ds sveppir
1/2 ds maisbaunir
400 gr hellmans mayones(98%fat free)

Öllu blandað saman og hitað í ofni við 180 gráður í ca 45 mínútur.
Kveðja