Hér er einn rosalega girnilegur kjúklingaréttur sem ég var að fá sendan:

Góður kjúklingaréttur

2 kjúklingar eða unghænur
salt og pipar
2 msk kjúklingakrydd
Kjúklingarnir eru soðnir ásamt kryddinu í 50 mín, þá eru þeir kældir, húðin
tekin af, kjötið brytjað niður og sett í eldfast fat.

1/2 dós ananas í bitum
1/2 dós sveppir
Þessu er raðað ofan í kjúklingabitana.

1 dós Campells sveppasúpa
10 dl kjúklingasoð
1 tsk karrý
salt og pipar
2 msk sítrónusafi
Maízenamjöl eða smjörbolla til að þykkja sósuna
1/2 bolli létt majones
Allt sett í pott nema majonesið, sem er hrært saman við þegar sósan er
tilbúin. Þessu er hellt yfir kjúklinginn.

150 gr. rifinn ostur
2 dl muldar kartöfluflögur með papriku
Þessu er blandað saman og stráð yfir réttinn. Bakað í ofni við 200°C í 20
mín. Gott er að skella grillinu í ofninum á síðustu mínúturnar.

Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum, maísbaunum, snittubrauði og
fersku salati.
Kveðja