Ætla deila með ykkur uppáhalds matnum mínum sem ég elska að elda fyrir betra fólkið, vona að þið eigið líka eftir að gera það ;)

Réttur fyrir 3-4 eða tvo svanga

Hérna er það sem þið ættuð að þurfa þegar þið byrjið:
4 kjúklingabringur
4 Paprikur
1 Laukur - meðalstór
2 stk Lime (lítil græn jurt á stærð við kívi, með börk eins og sítróna,appelsína osfr, svo það sé enginn miskilingur)
Nokkur ríf af hvítlauk (má sleppa)
Rifin Mozarella ostur
Sýrður rjómi
Kúmen Krydd
Salsa Sósa
Og að sjálfsögðu kökurnar sjálfar (mjúkar)

Undirbúningurinn:

Kjúklingurinn skorin í litla strimla og látinn ofan í einhverja hentuga dollu/fat, Lime jurtin skorin í tvennt og kreist vel yfir kjúklinginn, kryddið ágætlega með kúmen og mallið þessu aðeins saman til að dreifa bragðinu.
(Fyrir þá sem eru mikið fyrir lauk nota 3-4 pressuð rif af hvítlauk, gefur ágætis bragð)

Setið fatið inní ískap og látið standa í sirka 30-60 min til að leyfa bragðinu að sýjast inni kjötið


Paprikan einnig skorin í strimla ásamt lauknum og geymt á sérstað þangað til kjúklingurinn er tilbuinn á pönnuna.

Eldunaraðferðin:

Setjið olíu/smjör á pönnuna og dreifið.
Skellið kjúklinginum á pönnuna og hreyfið vel til svo þetta verði nú steikt jafnt á flestum stöðum.

Til að vera viss um að kjúklingurinn sé steiktur i gegn takið þið bara einn af stærri bitunum af pönnuni og skerið i tvennt og athugið hvort kjötið sé ekki hvítt i gegn og smakkið ef útlitið er gott.

Finnið ykkur svo gott og stórt fat sem þið ættuð að geta geymt réttin í og haft við matarborðið, tæmið af pönnuni ofan í hann.

Svo er grænmetið eftir, mér finnst betra að skipta um pönnu fyrir það, ef þið hafið ekki aðra hentuga pönnu þá skoliði hana með vatni og skrúbbið aðeins af henni og þurkið hana

Smá sletta af smjöri/olíu og dreifa og hendið grænmetinu á pönnuna og gerið það sama og þið gerðuð með kjúklinginn.
Hreyfa vel í þessu (verið samt ekki of fljótfær, hitinn verður að komast í þetta)

Betra að hafa þetta bara létt steikt og ferskt þó laukurinn sé betri vel steiktur

þið ættuð að geta séð hvernig þið viljið hafa þetta, lítið mál að steikja grænmeti.

Svo þegar tilbúið þá setjiði grænmetið í kjúklingafatið og blandið þessu vel saman.


Þá er þetta bara allt að verða komið, skellið kökunum inni örbylgjuofninn eða bakaraofninn til að hafa þær nú heitar.

Þá er bara eftir að fylla í kökurnar og borða (örugglega uppahalds hluti allra)
Það er nú nokkuð frjálst hvernig fólk vill hafa kökurnar sínar enn ég ætla segja ykkur hvernig mér finnst þetta best

Takið kökuna skellið salsa sósu á hana og dreyfið vel yfir kökuna, setið meðalstóra rönd af sýrðum rjóma þvert yfir kökuna og setjið réttin yfir (passið að setja ekki of mikið í kökuna, þið verðið að geta lokað henni) og dreyfið rifna mozarella ostinum yfir og lokið og borðið.

Takk fyrir mig

ég reyndi að fara eins ýtarlega í þetta og gat svo hver sem ætti að boðið sínum betri í frábæran mat.

Réttur sem allir ættu að geta notið og verði ykkur að góðu