jæja nú er ég búin að vera að leyta að uppskrift að jólaglöggi,mig langar eitthvað svo að smakka það núna,er fólk kanski alveg hætt að vera með þetta fyrir jólin?
Allavega þá kom til mín í pósti áðan fréttabréf Eflingar og í því er uppskrift af jólaglöggi og læt ég hana fylgja hér með:

60 gr rúsínur
40 gr möndlur(klofnar)
3dl púrtvín
1 msk sítónusafi
1 dl appelsínusafi
1 flaska rauðvín
3-4 msk sykur
1/2 tsk vanillusykur
hnífsoddur kanill
2 msk Grand Mariner

Blandið saman rúsínum,möndlun,púrtvíni,sítrónusafa og appelsínusafaog látið bíða í ca. 3 tíma.Hitið rauðvínið oghrærið sykri útí ásamt vanillusykriog kanil.Setjið nú möndlu/púrtvínslöginn útí og haldið hitanum á í ca.10 mín.Setjið Grand Mariner útí rétt áður en borið er fram.
Jólaglögg á að bera fram volgt en ekki heitt.
Kveðja