Jóla hálfmánar. Af því tilefni að jólin eru að koma og fólk er byrjað að hugsa um jolabaksturinn ákvað ég að setja inn uppskrift af jólamánum.

Uppskriftin er svona:
500 g hveiti
200 g smjörlíki
200 g sykur
150 g mjólk
hálf tsk. kanill
hálf tsk. kardimommudropar
1 tsk. lyftiduft
Og svo sulta, rabbabara sulta er best en margir vilja heldur hafa sveskjusultu.

Blandið vel saman þurrefnum, bætið svo út í mjólk og smjörlíki og hnoðið. Látið standa í ískáp yfir nótt. Fletjið degið út og skerið í hringlaga móti eða bara hæfilega stóru glasi. Sultan sett á miðju og kökunni lokað. Brúnirnar á mánanum eru svo klemmdar saman með gaffli.

Bakist í miðjum ofni við 180°C í u.þ.b. 12 mínutur.

Vil segja frá því að þetta er tekið úr vikunni.
23.nóvember á bls. 44, Vikan kökublaðið*