Ein dós af tómötum (heilir/niðursneiddir)
Flís af gráðosti
Nóg af svörtum pipar
Parmesan
laukur
Rauður pipar.

Mallið þessu saman með spaghettíinu eftir að þið hafið losað vatnið úr pottinum.

Þessi réttur er fáránlega einfaldur, mjög bragðmikill og suðrænn. Ath. Ekki spara ólífuolíuna á pastað :)



Svo kemur einfaldasti réttur í heimi, smá til að hafa gaman af þessu áhugamáli hehe.

Settu vatn í pott
pylsur beint úr pakkanum (fjöldi eftir græðgi hvers og eins- mæli með SS)
hita í átt að suðu
úr með pylsurnar, steiktan og venjulegan lauk á pylsubrauð, tómatsósu, remúlaði og sinnep, pylsuna á, étið… SMJATT! :)
Mæli með því að prófa eitthvað nýtt, td hot dog relish :)
—–