Gerði þennan rétt þegar ég var einn heima og það var ekki mikið til í ísskápnum.
Ath. að þið verðið eiginlega bara að krydda eftir ykkar eigin smekk, þó svo að það séu mælieiningar í uppskriftinni.

Hráefni:
4 kjúklingabringur
2 msk McCormick Rotisserie Chicken Seasoning
2 tsk jurtasalt
2 tsk hvítlaukskrydd (má sleppa)
4 hvítlauksrif
Olía eftir smekk.

Aðferð
Byrjið á því að hita ofninn í 175°C
Setjið olíu í skál ásamt kjúklingakryddinu, hvítlaukskryddinu og jurtasaltinu og penslið á bringurinar. Skerið hvítlauks rifinn í tvennt og skerið svo tvær rifur í hverja bringu og setjið rifin þangað. Látið kjúklinginn í eldfast form og bakið í u.þ.b 30 mín, eða þangað til bringurnar eru fullsteiktar.

Borið fram með fersku salati og/eða hrísgrjónum.

Verði ykkur að góðu.