Halló

Hér kemur smá fróðleikur um ítalska matargerð sem ég fékk á einni síðu :)

Ekta ítölsk máltíð :)

Forréttir (L'Antipasto)

Líkt og allar góðar máltíðir hefst sú ítalska á forrétti. Ítalir setja gjarnan upp hlaðborð af litlum, fjölbreyttum réttum. L'Antipasto hefur þann tilgang að vekja bragðlaukana og skapa eftirvæntingu fyrir því sem á eftir kemur. Réttirnir eiga að vera bragðmildir og velja skal þá í samræmi við þá rétti sem á eftir koma. Ekki skal gleyma sjáanlegum gæðum hlaðborðsins, enda meta Ítalir gæði máltíðar með fleiri skynfærum en bragðinu einu. Réttirnir verða að líta vel út, grænmetið skal vera heilt og raunverulegt að lit.

Fyrsti réttur (Il primo)

Á eftir forréttarhlaðborði kemur “il primo” eða fyrsti réttur. Fyrsti réttur er yfirleitt pasta, matreitt eftir sið hvers héraðs fyrir sig. Ferskt fyllt pasta, tagliatelle eða spaghettiréttir eru algengir fyrstu réttir á Ítalíu.

Annar réttur (Il secondo)

Þar á eftir kemur “annar réttur” (secondi piatti) sem er þá einhvers konar kjötréttur eða fiskur.

Eftirréttir/kaffi

Að þessu loknu koma desertar, gott kaffi (espresso) og líkjörarar. Bitterar á borð við Averna, eru mjög vinsælir eftir mat, einnig Grappa. Ítalir hella gjarnan Grappa saman við síðasta kaffisopann, velta því um bollann og kallast drykkurinn þá “caffé coretto”.

Öll samsetning máltíðarinnar á að miða að því að þér líði vel. Röð réttanna, hvað er borðað fyrst, hvað er borðað síðast, er hagað með það markmið í huga að jafnvægi ríki og samræmi sé í gegnum alla máltíðina. Vín er valið af kostgæfni; vínið á aldrei að yfirgnæfa réttinn, né vera of veikt, heldur spila með. L'Antipasto getur kallað á freyðivín eða hvítvín. Létt rauðvín, s.s. Barbera, Dolcetto eða Sangiovese henta oft vel með fyrsta rétti. Annar réttur kallar á bragðmeira vín, í samræmi við viðkomandi fisk- eða kjötrétt
he's very sexy