Aðferð
100 g kúskús, soðið skv. leiðbeiningum á pakka
2 stk pappadums (Patak´s)
1 stk hvítlauksrif, smátt saxað
½ stk laukur, saxaður
olía til steikingar
Fylling
100 g ferskur túnfiskur
1 msk engiferrót, smátt söxuð
1 msk paxo-raspblanda með steinselju, timían og sítrónu
2 tsk valhnetuflögur
sítrónupipar
Sósa
3 msk sojasósa
2 msk sýrður rjómi, 36%
1 msk rauðvín
1 tsk Dijon sinnep
Steikin
400 g nautalund
2 stk ferskir timíanstilkar
salt og nýmalaður svartur pipar





Aðferð
Steikið lauk og hvítlauk í olíu á pönnu þar til laukurinn er gullinn. Bætið kúskúsinu saman við.
Steikið pappadums í olíu á pönnu samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum (aðeins í 2-3 sek svo þær haldist stökkar).

Fylling
Snyrtið túnfiskinn og skerið hann í mjög litla bita. Steikið saman engiferrót, paxo-raspblöndu og valhnetuflögur í olíu á pönnu. Kælið aðeins og bætið síðan túnfisknum og sítrónupiparnum saman við. Blandið vel.

Sósa
Hrærið saman sojasósu, sinnepi, sýrðum rjóma og rauðvíni í potti. Hitið.

Steikin
Snyrtið lundina og kryddið með salti og pipar. Steikið örstutt á öllum hliðum við háan hita í olíu á pönnu, til þess að loka kjötinu. Lækkið hitann og klárið steikinguna eftir smekk.

Ástarturnar
Skiptið kúskúsinu á tvo diska. Skerið nautalundina í góða bita og leggið ofan á kúskúsið. Brjótið af pappaduminu og þekið kjötið með því. Skiptið túnfiskfyllingunni í tvennt. Myndið úr henni tvö hjartalöguð form og leggið ofan á pappadumið. Skreytið að lokum með timíanstilkum (einn á turn).
Ein svöl