Hugmyndir að hollum og einföldum samlokum? Kannist þið ekki við það þegar maður kemur heim úr vinnunni eða skólanum,alveg að drepast úr hungri,svo er ekkert til nema brauð! Kannski kannist þið ekki við það,en þetta er hlutur sem kemur alltof oft fyrir mig. Ég og systur mínar neyðumst þá oft til að fá okkur samloku. Samlokur eru ágætar,en maður verður þó að fá fjölbreytt álegg á þær til að fá ekki ógeð af þeim. Systur mínar fá sér alltaf grillaða ostasamloku. Þær fá sér hana alltaf! Geta borðað alveg endalaust mikið af þeim. Ég reyni að fá mér aldrei það sama á samloku. Það er reyndar ekkert alltaf að ganga upp hjá mér,þar sem mjög takmarkað hráefni er til. Mín uppáhaldssamloka er samt svona:

Tvö samlokubrauð
Létt pítusósa eða grænmetissósa
Ice Berg
Gúrka
Rifinn ostur
Tómatar

Þetta er bara mjög einföld og fljótleg samloka. Mjög góð! :p Ég kem frá algjöru grænmetisheimili þar sem alltaf er til hellingur af grænmeti!

En ég er að verða uppiskroppa með hugmyndir! Getið þið gefið mér hugmyndir af hollum og góðum samlokum sem fljótlegt er að gera?

Með fyrirfram þökk! :o)

kv.Laticia