Eplakaka Ómissandi og alltaf jafn góð…


200 g marsipan

75 g smjör
3 stk egg
75 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1-2 stk græn epli
4 msk apríkósusulta
25 g rúsínur




Hrærið marsipan og smjör saman. Hrærið eggjunum í, einu og einu í einu. Blandið að lokum hveiti og lyftidufti. Setjið degið í smurt form, 24 cm.
Skrælið eplin, kjarnhreinsið og skerið í minni bita. Þrýstið eplabitunum létt í degið og smyrjið með sultunni. Stráið rúsínunum yfir. Bakið í forhituðum ofni við 200°C í 20-25 mín.

————————————————— ———-


Kökubotn:
2 b mulið hafrakex
2 b kanel kex
200 g brætt smjör (láta kólna áður en því er blandað við)
200 g brytjað suðusúkkulaði
Öllu blandað saman og sett í eldfast mót.

Fylling
400 g rjómaostur
500 g vanilluskyr frá Kea
1/2 b sykur
6 tsk vanilludropar
Hrært saman við rjómaosta + skyr blönduna í hrærivél. Rjóminn á að vera þeyttur sér en er svo blandað varlega saman við ostablönduna + skyrið.
Þetta fer svo ofan á botninn í skálinni og 1-2 krukkur af jarðaberjasultu (eftir smekk) ofan á.
Ágætt að láta kólna aðeins í ísskáp áður en sultan er sett á.


Njótið vel!
p.s myndin er af eplakökunni!
Kv. Kisulóra89