Góðann daginn, herrar og frúr…. í þetta skipti ætla ég að segja ykkur frá heimsókn minni til Nígeríu dagana 31 apríl- 7 júní… ég borðaði mjög mikið þarna sem var misgott en það er 1 sem stendur upp úr, það er þegar ég og fjölskylda mín fórum á veitingastað sem hér AFRICA special, okkur fannst þetta spennandi nafn… við borðuðum kvöldverð þarna.
Systur mínar keyptu sér hamborgara, sem var úr nautum, hamborgarinn var virkilega þunnur, viðbrenndur og í mjög skrítnu brauði, en þeim fannst þetta ágætt…. namm í namm!!
Mamma fékk sér íslenskan þorsk, já þeim fannst mjög spennandi að íslendingur kæmi að versla íslenskann þorsk, þar á auki voru þau mjög ánægð með að íslendingar væru það hugulsamir að selja þeim þorsk, mömmu fannst þorskurinn ágætur, en betur eldaður á íslandi ;) enda heima er best.
En þá er það komið að mér og pabba, við fengum okkur mjög gott kjöt sem var skírt í heftinu Mangara king love…. já okkur fannst þetta spennandi nafn enda sagði þjónninn að þetta væri mest selda kjötið á staðnum, við urðum spennt, þetta var virkilega gott þangað til að ég frétti hvernig kjöt þetta var…. pabbi spurði; hvernig kjöt er þetta? þjónninn sem var MJÖG sætur svaraði; aha, þetta er mannskjöt og blikkaði okkur. pabbi svaraði; nei ertu að grínast og sæti þ´jóninn svaraði; já auðvitað, þetta er nú bara kjöt af afsköp saklausum (og þá kom smá þögn) hundi.
Og ég fékk mestu klígu sem ég hef nokkru sinni fengið og hætti að borða, og ég man enn eftir tilfinningunni sem ég fékk þegar ég frétti að þetta hafi verið hundur, en ég vildi bara sengja ykkkur þetta. Þessi matsölustaður er á Woghtenstob (stórt torg) í miðbæ Hakandra í Ní9geríu.

En auðvitað er hundur bara ósköpvenjulegur matur hjá þeim eins og fiskur, naut, svín og lömb hjá okkur!!!
En mér fannst þetta bara ógeðslegt!!!!

kveðja
xxxxxxxxxxxxxxxxx
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá