Íslandsmót ungmenna í BJJ verður 11. nóvember
BJÍ stendur fyrir Íslandsmeistaramóti ungmenna í BJJ sunnudaginn 11. nóvember næstkomandi. Mótið verður haldið í Akurskóla í Reykjanesbæ.

8-11 ára (2001-2004)
Glímulengd 3 mín.
Verðlaunaafhending fer fram þegar aldurshópur hefur lokið keppni. 

12-13 ára (1999-2000)
Glímulengd 4 mín.
Verðlaunaafhending fer fram þegar aldurshópur hefur lokið keppni. 

14-17 ára (1995-1998)
Glímulengd er 5 mínútur.
Verðlaunaafhending fer fram þegar aldurshópur hefur lokið keppni. 

Skráning fer fram hjá félögunum og hópskráningar félaga sendist síðan á mótsstjóra, Helga Rafn Guðmundsson, á netfangið helgiflex@gmail.com fyrir klukkan 16:00 föstudaginn 9. nóvember. Eingöngu er tekið við hópskráningu frá aðildarfélögum BJÍ. Ekki er tekið við skráningu frá einstaklingum eða skráningum sem berast eftir að frestur rennur út. Þjálfarar sendið:

  • Nafn félags,
  • Nafn þjálfara sem mætir með hópnum,
  • Símanúmer þjálfara GSM,
  • Nöfn, aldur, þyngd og kennitölur keppenda (já bæði aldur og kennitölu til að fyrirbyggja mistök ef stafsetningarvilla á sér stað).

Keppendur verða að vera fæddir á árunum 1995-2004.

Vegna þess hversu fáir kvk iðkendur eru í dag sjáum við okkur ekki fært að bjóða upp á sérstaka kvk flokka heldur er um blandaða flokka að ræða, þ.e. bæði kyn. Ef skráning á mótið gefur tilefni til annars verður þetta þó endurskoðað.

Nánari upplýsingar og keppnisreglur.

Mótsgjald er kr. 500 fyrir börn fædd 1999-2004 en kr. 1000 fyrir unglinga fædda 1995-1998.