Tvö ný belti í Mjölni Gunnar Nelson gráðaði þá Þráin Kolbeinsson í fjólublátt belti og Þorvald Blöndal í blátt belti í Brasilísku Jiu Jitsu í Mjölni í dag. Báðir eru þeir afar vel að beltunum komnir. Þráinn er orðinn einn sterkasti BJJ maður Íslands og er skemmst að minnast þegar hann vann gullverðlaun í sínum flokki á Gracie Invitational í London í maí og tók svo silfur í opna flokknum. Þorvald Blöndal þarf ekki að kynna, hann hefur verið einn fremsti judomaður Íslands um langt árabil og unnið til fleiri Íslandsmeistaratitla og annarra verðlauna en ég kann að nefna. Sjá nánar um þetta á Mjölnisvefnum.

Á myndinni má sjá Þorvald og Þráin milli þeirra Gunnars og James Davis.