Roger Gracie svæfir Kevin Randleman KEVIN RANDLEMAN átti lítinn sjens gegn ROGER GRACIE í Strikeforce um síðustu helgi. Gracie svæfði hann í annarri lotu eftir að hafa droppað Randleman með hnésparki.

Fleiri spoilerar hér að neðan ;)

Annar BJJ maður RONALDO “JACARE” DE SOUZA sigraði JOEY VILLASENOR nokkuð örugglega þó bardaginn hafði farið í dómaraúrskurð.

Flestra augu voru þó á titlibardaganum í þungavigtinni milli ALISTAIR OVEREEM og BRETT ROGERS. Rogers virtist hins vegar ekki mættur í bardagann og Overeem TKO'aði hann á tæpum 4 mínútum.

Þá má geta að ANTONIO SILVA sigraði ANDREI ARLOVSKI á dómaraúrskurði, nokkuð örugglega að mér fannst og RAFAEL “FAJAO” CAVALCANTE sigraði ANTWAIN BRITT með TKO í fyrstu lotu.

Þá held ég að main cardið sé komið. Hef enn ekki séð under cardið.