Takk kærlega - enn og aftur - Daníel fyrir góð svör… Maður fer nú að gerast eitthvað viturri á þessu öllu saman…:-)
…En það er alltaf jafn leiðinlegt þegar fólk er að brotna og skemmast á æfingum (sem og keppnum), þó svo að við öðru sé ekki að búast af og til. Sem betur fer hef ég sloppið hingað til ('touch wood'…;-)
Ég var nú að ‘sparra’ við Jiu Jitsu mann í gær og náði honum með Kuruma afturveltu ásamt hálstaki og þrýstipunkta notkun gegn kinnbeini, en verð þó að segja að ég ‘tapaði’ - per say - þar sem við ultum af motunni og ég snerti fyrst á gólfi (það voru svosem reglurnar á stað og stundu). Það var þó gaman að hylla manninn sem sigurvegara; þá sérstaklega þar sem hann var hálf-vankaður eftir allt baslið, en ég fór mjög varlega og passaði að keyra höfuðið vel upp að mér til að varna hálsbroti (ólíklegt, en getur þó gerst…).
Alltaf gott að fara varlega; þó svo að slysin geri oft vart við sig, en ég man hér um árið þegar PI sögur fóru að berast hingað út og mér skildist að fólk væri alltaf hálf-slasað eftir æfingar… Nú veit ég ekki alveg, en það fór nokkuð þvert í mig á þeim tíma þar sem meiðsli hefta, valda ‘oft’ hræðslu og koma í veg fyrir þjálfun (tja, tímabundið)… Ég vona að svartbeltingurinn hafi lært eitthvað af sínum afhroðum (og býst við því samkvæmt svari Nelsons hér…), en þá öllu heldur að fórnarlamb hans hafi ekki hætt að æfa.
…En ég kannast svosem við Aikido stand-up lásana, enda æfum við svipað athæfi í Bujinkan (tökum allan ‘skalann’ og prófum sem flest) þó svo að ég geti tekið fram að allur samanburður við Aikido væri nokkuð ‘óréttlátur’. Td. forðumst við allt hvað er þykir vísir að Akido hreyfingum og fótaburð, enda þykir svoleiðis of fyrirferðamikið og fyrirsjáanlegt…
Við einblínum frekar á viðbrögð, hreyfingu og breytingar, ásamt ‘tækni’ vs ‘raunhæfni’ (vinnum þétt að báðu), enda kom mér ekki á óvart - og nú fellur sprengjan - hversu Bujinkan menn (tja, sumir hverjir) kipptu sér lítið upp við ‘Aliveness’ aðferðina þar sem við höfum stundað svipað frá upphafi. Kom mér svosem ekki á óvart þar sem við aðhyllumst allt hvað gott þykir og ‘Aliveness’ virðist alveg ágætis dæmi útaf fyrir sig (nú hef ég athugað þetta nokkuð, en verð þó að halda aftur þar sem ég hef ekki æft þetta enn, td. hjá Mjölni…).
…En það verðum gaman (þá vonandi) að hitta á þig við tækifæri og pæla í þessu öllu saman; jafnvel draga fram Ninja genið svokallað og sjá hvað gerist…:-D
Kv,
D/N