Gunnar mun keppa næstkomandi laugardag í 10 mínútna grappling superfight gegn pólsku trölli að nafni Piotr Stawski. Þetta verður á Ring of Truth MMA keppninni í Dublin. Við þekkjum ekkert til þessa pólska risa annað en að okkur skilst að hann sé með svart belti í júdó en hafi fyrir nokkru snúið sér að mestu að BJJ og wrestling. Hann mun reka BJJ klúbb á Írlandi og hefur verið að sigra hverja keppnina þarna á fætur annarri. Eða eins og John Kavanagh segir á spjallinu sínu “Piotr has powered his way through the irish bjj and submission wrestling competition scene.”

Piotr á að vera gríðarlega sterkur og snöggur og er eitthvað um 30kg þyngri en Gunni. Hann sigraði m.a. írsku Munster 2008 BJJ open gi og no-gi og svo núna 14. júní sigraði hann að mér skilst þyngsta flokkinn og opna flokkinn í Irish National Submission Championships 2008. Hér er úrslitabardaginn í opnum flokki í þeirri keppni þar sem hann sigraði Shane Courtney frá SBG gymi John Kavanagh.

[YouTube]http://youtube.com/watch?v=zDjN3s5IMEE


Glíma Gunna og Piotr er hrein uppgjafarglíma, þ.e. þeir glíma í 10 mínútur og ef hvorugur hefur gefist upp eða “sofnað” á þeim tíma er glíman úrskurðuð jafntefli.