Vildi bara láta ykkur vita af því að Gunnar tekur í Opna meistaramótinu (Hawaiian Open Championship) í Brasilísku Jiu Jitsu á Hawaii á morgun, sunnudaginn 1. júní, en mótið fer fram á Honolulu. Miðað við vinsældir BJJ á Hawaii er ljóst að opna meistaramótið í BJJ á Hawaii er gríðarlega sterkt en Gunnar segist hvergi banginn og þetta sé fínt tækifæri að fá reynslu af því að keppa við suma af þeim bestu. Hann þurfti hvort sem er að fara til Honolulu frá Hilo á Hawaii og því tilvalið að fara af stað degi fyrr og taka þátt í mótinu. Gunnar er væntanlegur heim til Íslands 4. júní.

Sjá líka á MBL.is