Ég var einmit að hugsa um þetta með taujið á æfingum.
Hér æfum við fyrir austan allir í okkar venjulegu íþróttarfötum.
Enginn okkar á gi.
Enginn okkar á grappling stuttbuxur
Enginn okkar á Rushgard
Enginn okkar á punghlíf (Sem er hvað verst)
Ég er sá eini sem nota hnéhlífar og munnstikki. Mjög algengt að fólk mæti í nærbolum og liverpool stuttbuxum við það, t.d.
Svo einu “kúl” gaurarnir á æfingu eru þeir sem eru að ná tækninni.
Þetta hefur samt sína neikvæðu hlið (eins og allt). Við virkum mjööög ófaglegir og oft hálf kjánalegir þegar við erum allir í svona klæddir. Fyrir auga þess sem hefur ekkert vit á BJJ.
Það er sjálfum sér ekkert slæmt að vera kjánalegur (enda hef ég verið það núna í að verða 19 ár) en það virkar ekki aðlaðandi fyrir aðra sem eru kanski að koma og kíkja á æfingu hjá okkur (sem hefur verið talsvert af) að sjá haug af strákum í ‘þægilegum-fötum’ að “faðma” hvorn annan. Rautt gi og svart gi myndi virka meira “töff”. Sem ég held að yrði aftur til þess að fólk myndi vilja prufa, þar sem bæjar samfélagið hér á egs saman stendur af (miklu leiti) fótboltastrákum sem (oftast en ekki) stunda hommagrillið stíft og lookið er nr.1 og sportið svo nr.2.
Frá mínum bæjardyrum séð skiptir það ekki máli að “looka” en ég get þó ekki neitað að hugsa til þess að það gæti skipt máli fyrir aðra, sem myndi þá aftur leiða til fjölgunnar.
Djúparhugleiðingar ég veit…
Kv.
Arnar Jón
“When all are one and one is all”- '