Frétt fengin af <a href="http://www.taekwondo.is“>Taekwondo.is</a> heimasíðunni.
__________________________________________

Íslenska landsliðið á leið til Frakklands

Á morgun heldur góður hópur fólks til Parísar á Ólympíuúrtökumótið. Þetta mót er heimsúrtökumótið fyrir Ólympíuleikanna sem haldnir verða 13. til 29. ágúst á næsta ári.
Þeir keppendur sem fara á úrtökumótið frá Íslandi eru þau Björn Þorleifsson, Gauti Már Guðnason og Auður Anna Jónsdóttir. Björn og Auður Anna koma til með að keppa á sunnudag, en Gauti Már á föstudag.
Með í för fer landsliðsþjálfari Íslands, Sverrir Tryggvason, formaður TKÍ Snorri Hjaltason og Kyung Sik Park meistari Ármanns og Bjarkar. Taekwondo.is óskar öllum góðrar ferðar og gangi ykkur vel.

Nánari upplýsingar um mótið er hægt að finna á dagskrársíðunni.

Texti: Erlingur Jónsson

<a href=”http://www.taekwondo.is">Taekwondo.is</a>