Björn Þorleifsson landsliðsmaður og TKD maður úr Björk Hafnarfirði er að öllum líkindum á leið á Evrópumeistaramótið í Taekwondo 2002 sem haldið verður 5-10 maí í Tyrklandi. Mótið fer fram í hafnarborginni Samsun á Svartahafsströnd Tyrklands. Upphaflega átti mótið að vera í Ankara en því var breytt.

Síðasti skráningardagur mótsins er 1. apríl og fljótlega eftir það kemur staðfesting á skráningu Björns.

Skemmst er að minnast þess að í janúar varð Björn Þorleifsson Norðurlandameistari í -72kg flokki. Þetta var stórkostlegt afrek, enda eiga sumar Norðulandaþjóðirnar Evrópu og heimsmeistara í Taekwondo.

Ég hvet alla sem vetlingi geta valdið að styðja við bakið á honum Birni á komandi misserum.

TKD kveðja.