Ég er í frekar slæmri ákvörðunartöku hérna…Ég er að hugsa hvort ég eigi að kaupa mér fyrstu 3 diskana af Rurouni Kenshin (hef aldrei séð það) og það hefur tvær mögulegar útkomur (báðar ekkert sérstaklega góðar!):

1. Mér á eftir að finnast þættirnir leiðinlegir og sé eftir því að hafa keypt þá.

2. Ég á eftir að dýrka þættina og NEYÐIST til að kaupa mér alla fucking tuttugu og tvo diskana í seríunni! Ekki gott fyrir veskið mitt, en samt ekkert ómögulegt. Svo vantar OAV þættina og bíómyndina inní þetta sem gerir 25 DVD diska!

Eru þættirnir það góðir?
Hef líka lesið eitthvað af því að eftir Kyoto Arc af sögunni slappist þættirnir verulega niður í síðustu hlutum af Kenshin og animeondvd.com fór úr A einkunn niður í D og C einkunnir sérstaklega í seinni partinum af síðasta Arcinu.

Hef reyndar líka lesið að mörgum aðdáendunm finnst Kyoto Arc (miðju Arcið) vera það eina með viti og finnst fyrsta og síðast Arcið vera hreint og beint leiðinlegt. Hvað segið þið Kenshin aðdáandendur um þetta?