Ai Yori Aoshi Nafn: Azumanga Daioh
Framleiðandi: J.C. Staff
Útgáfuár: 2002
Fjöldi þátta: 22
Lengd þáttar: Ca. 25 min

Ai Yori Aoshi segir frá ungum háskólanema, Hanabishi Kaoru, sem flyst til borgarinnar eftir að hann lendir í útistöðum við fjölskyldu sína, sem er afar fastheldin á Japanska siði. Hingað til hefur Kaoru lifað eðlilegu lífi, en það tekur alveg nýja stefnu þegar hann hittir stúlkuna Sakuraba Aoi á járnbrautastöð í Tokyo. Hún er í leit að manni sem hún hefur ekki hitt í einn og hálfan áratug en hefur alist upp til að verða kona hans frá því að samningar voru gerðir milli hennar klans og klans guttans, sem meðal annars felur í sér formleg fjölskyldutengsl milli þeirra. En því miður var því sambandi slitið en Aoi heldur samt sem áður áfram að trúa á þann eina mann sem hún elskar. Það kemur Kaoru hins vegar í opna skjöldu þegar þau komast að því í sameiningu að hann er sá sem Aoi hefur beðið eftir í öll þessi ár. Upp frá því byrjar sagan, og spurningin um hvort samband þeirra endist óslitið þrátt fyrir afskipti Sakuraba fjölskyldunnar og misskilnings allra í kringum parið.

Ai YOri Aoshi kemur frá höfundi Love Hina og er fært yfir á anime form af J.C. Staff, sem að hefur teiknað seríur eins og Azumanga Daioh (sem ég skrifaði grein um fyrir stuttu síðan), Excel Saga, Excel Saga spin-offið Puni Puni Poemi, Alien Nine og fleira áhugavert. Serían geymir inni í sér alla þát dramatík sem Love Hina hafði ekki. Þættirnir eru ekki lausir við brandara og léttir ecchi brandarar skjóta sér snemma inn í seríuna. Þó þykir mér serían ekki eins fullkomin og maður vildi því hún einbeitir sér of mikið af því að yfirgefa aðal söguþráðinn og koma upp tilgangslausum þáttum sem að ekkert innihalda nema smá sýnishorn af ástinni milli Aoi og Kaoru ásamt brjóstum og klaufaskap annara persóna.

En þrátt fyrir að sagan sjálf sé soldið dauð á tíðum er serían stútfull af ágætum persónum. Þó svo að Aoi sé soldið svarthvít þá standa hinar persónurnar sig ágætlega í að létta upp í skapinu hjá manni. Þar má fremst í flokki nefna ameríkanann Tinu Foster, sem ég alveg dáist að fyrir það hversu hrikalega mikil ljóska hún getur verið, og get ég lofað að einhver hluti áhorfenda á eftir að dýrka hana, þó svo að aðrir gætu hatað hana. Aðrar persónur eru alveg jafn litríkar og Tina, nema kannski Kaoru sem virðist ekki gera neitt nema að þykjast elska Aoi en gera ekki neitt í því og væla yfir vondum draumum í staðinn.

Allaveganna, þættirnir eru hin fínasta skemmtun þegar á heildina er litið en þeir sem að eru að leita að wacky þáttum eða einhverri spennu ættu að róa á önnur mið, þessi sería er fyrir þá sem að hafa gaman að rómantískum þvælum.