Flame of Recca Mig langar að kynna ykkur fyrir Manga sem heitir Flame of Recca.

Þetta er martial arts manga um strák sem heitir Hanabishi Recca og vini og bardaga þeirra við Kurei.

Recca er wannabe ninja byrjar fyrsta bókin á því að hann er að berjast við “vin” sinn, Ishijima Domon. Recca notar flugelda sem pabbi hans býr til við að berjast og tekst með þeim að festa Domon ofan í pitt sem hann var búinn að grafa.

Næsta dag sér hann nokkra gaura vera að angra einhverja stelpu í almenningsgarði og hann ræðst á þá henni til hjálpar. Eftir að hann rankar við sér þakkar stelpan honum fyrir og kynnir sig sem Sakoshita Yanagi. Þegar hún tekur eftir því að Recca er með skurð á hendinni grípur hún um hendina á honum og sárið hverfur. Hún segir honum að hún hafi alltaf getað læknað hluti með snertingu. Recca ákveður þá að hún verði prinsessan hans og hann muni vernda hana hvað sem það kostar. Recca dregur hana síðan með sér í yfirgefið vöruhús þar sem hann geymir flugelda sem hann hefur stolið frá pabba sínum og sínir henni að hann getur myndað litla loga með því að nudda puttunum á sér saman.

Rétt eftir það birtist kona sem kallar sig Kage Hoshi (Shadow Sorcerer) og skorar á hann.

Þetta er í grófum dráttum söguþráðurinn í fyrsta kafla.

Seinna bætast inní aðrar persónur eins og Kirisawa Fuuko sem hefur verið erkiandstæðingur Recca síðan þau voru krakkar og Mikagami Tokiya, sem reynir að stía Recca og Yanagi í sundur. Og svo auðvitað Kurei, sem er vondi kallinn í sögunni (veit ekki afhverju, mér fannst hann minna mig voðalega mikið á shishio úr Ruroken í fyrri part sögunnar). Einnig eru margir aðrir, en það er ekki séns að ég nenni að telja þá alla upp.

P.S. Það er boðið upp á dl af fyrsta kaflanum hérna fyrir neðan.