Hérna er dáldið sem ég hef verið að spá: það eru margir sem fara á netið og ná í heilu seríurnar af drasli sem er nýbúið að koma í Japan (mér dettur fyrst í hug Slith því hann er alltaf að nöldra yfir að við höfum ekki séð hitt og þetta) en síðan eru til slackers sem nenna ekki að standa í því eins og ég. Ég fer bara og leigi það sem er til í Nexus, Laugarás og Videohöllinni. Ég verð að viðurkenna að það er ekkert það mikið úrval til af Anime á Íslandi og ég hef séð næstum allt sem ég vill sjá í Nexus (síðast þegar ég spurði hvað ég hafði leigt mikið var það rúmlega 200 spólur í Nexus, og það var í sumar og ég hef aldrei leigt star trek) Einn af þeim hlutum sem Anime-klúbbur myndi gera er það að gera fólki kleyft að deila sínum sniðugu seríum með þeim sem minna meiga sín..eitthvað í þá áttina. Það sem ég á við er að fleiri gætu fengið að sjá þetta ný útgefna efni sem kemur í Japan og ég er viss um að það myndi víkka sjóndeildarhringinn mjög mikið hjá Anime fans á Íslandi. Ég legg til að klúbburinn verði stofnaður SEM FYRST, það er ekki erfitt að fá fólk til að halda utan um þetta ég og Test-type höfum verið að ræða þetta hvort við ættum að taka þetta að okkur og fleiri hafa áhuga. Fólk þarf bara að koma saman, ræða aðeins málin og negla þetta niður

ef einhver er virkilega til í þetta og nennir þessu “for the greater good” e-mailið mig þá holukall@HOTMAIL.com eða hafið áhuga á þessu sendið þá líka bara svo ég veit hvar þetta myndi standa.

Keli
———————