Ouran High School Host Club Jæja, mér fannst vera kominn tími til að koma með eina hressa grein, svona til að lífga upp á staðinn hérna. Og ég valdi einmitt hresst anime/manga til að fjalla um og það er Ouran High School Host Club :)


Ouran High School Host Club fjallar aðallega um líf 7 nemenda í Ouran High School. Ouran er frekar ríkur skóli og er bara fyrir krakka sem eiga rosalega ríka foreldra. Eina undantekningin er nemandinn Fujioka Haruhi sem kemur frá lág-mið stétta fjölskyldu, en hún komst inní Ouran með skólastyrk og góðum einkunnum. Í fyrstu, virðist hún líta út eins og strákur vegna þess hún er með “strákalega” stutt hár, gengur með stór “nördagleraugu” og í víðum fötum. Í rauninni, þá halda allir krakkarnir í skólanum að hún sé strákur og hún er ekkert að hafa fyrir því að leiðrétta þau ^^;
Einn daginn þegar hún er að leita að rólegum stað til að læra, þá rekst hún inná ónotað herbergi en kemst að því að það er notað af Host-klúbbnum - sem er samansett af 6 geðveikt flottum gaurum. Klúbburinn virkar þannig að þeir skemmta viðskiptavinum sínum (sem eru aðallega stelpur) og halda þeim félagsskap fyrir pening. Þegar Haruhi kemst að þessu um, er hún í sjokki…reyndar það miklu sjokki að hún brýtur óvart vasa sem kostar 8 milljónir yen. Til þess að bæta fyrir skaðann, þarf hún að vinna sem “þjónn” fyrir klúbbmeðlimana.
Þegar klúbb-forsetinn sér hvað Haruhi er í raun sætur (hann fattar ekki að hún sé stelpa) án gleraugna, þá gerir hann hana að meðlimi klúbbarins svo að hún geti borgað skuldina. En á meðan því stendur, þá komast meðlimirnir að því að Haruhi sé í raun stelpa (gerist reyndar að einn aðili í einu kemst að því, síðastur til að komast að því, var forsetinn Suoh Tamaki). Á endanum þá eru meðlimirnir eiginlega alveg sama að hún sé stelpa, svo lengi að hún sé vinsæl meðal viðskiptavina en Tamaki verður í raun frekar hrifin af henni á undarlegan hátt.
Í gegnum seríuna, þá lærir Haruhi meira um hina meðlimina og þeirra líf en þáttaröðin fjallar líka um fólkið í kringum þá og klúbbinn og fjörlegu kringumstæðurnar í klúbbnum.




Persónur:

Fujioka Haruhi: Hún er kven-aðalhetjan í seríunni. Hún er rosalega vinsæl meðal stelpnanna þar sem þær halda að hún sé strákur og henni er eiginlega alveg sama og finnst í raun gaman að sitja með stelpunum og hlusta á þær tala. Hún er með svona “Natural” persónutöfra sem stelpurnar eru að fíla. Hún er mjög sjálfstæð þar sem mamma hennar dó þegar hún var lítil og pabbi hennar þurfti að vinna mikið til að halda þeim báðum uppi. Hún verður stundum pirruð á því hvernig Tamaki hagar sér í kringum hana og hvernig meðlimirnir gera til að heilla stelpurnar en með tímanum, verður hún nokkuð góður vinur þeirra allra.

Suoh Tamaki: Forseti Host-klúbbsins og aðal-aulinn/ljóskan. Hann er hálf-franskur og hálf-japanskur. Hann er vinsælastur meðal stelpnanna í klúbbnum og er stundum kallaður “kóngurinn” eða “my lord” (tvíburarnir aðallega kalla hann það). Hann er rosalega dramatískur og verður þvílíkt “þunglyndur” ef eitthver eyðileggur egó-ið hans, það er eiginlega alltaf Haruhi sem óvart gerir það. Hann er mjög góður í sér og reynir að gera allt sem hann getur til að hjálpa öðrum og fær alltaf Host-klúbbinn með í ráðagerðir sínar, sem byrja með ósköpum en enda þó vel.Hann er hrifinn af Haruhi en hann kallar hana þó “dóttur” sína. Hann er Prinsa-týpan í klúbbnum.

Ohtori Kyoya: Varaforsetinn í Host-klúbbnum og stundum kallaður “Skugga-kóngurinn”, af því að það er aðallega hann sem framkvæmir allt bakvið tjöldin. Hann er Cool-týpan. Besti vinur hans er Tamaki þó að hann viðurkennir það ekki sjálfur. Hann er gerir ekki neitt nema að hann hagnist eitthvað að því sjálfur. Hann á heilan einka lögregluhóp sem verndar hann og fjölskyldu sína og það er alltaf hann sem nær að bjarga öllu ef eitthvað kemur fyrir sem setur klúbbinn í hættu, annaðhvort með fjárkúgun eða hótunum um að siga lögregluhópinn á aðilann.

Hitachiin-tvíburarnir Hikaru (elstur) og Kaoru: Þeir eru í sama bekk og Haruhi og hanga þannig meira með henni,sem veldur þvílíka öfund hjá Tamaki. Þeir eru “litla djöfla”- týpur en það vinsælasta hjá þeim er frekar náin “bróðurleg ást” sem stelpurnar dýrka gjörsamlega! Þegar þeim leiðist, þá fara þeir gjarnan í leiki sem felst aðallega í því að stjórna öðrum til þeirra gamans og líka að daðra við Haruhi, bara til að pirra Tamaki. Þeir eru rosalega nánir og hugsuðu aðallega að allt snerist bara um þá, þeir reyndu ekkert að mynda tengsl við aðra, þar til Haruhi kom. Hún er sú eina sem getur þekkt þá í sundur og þess vegna taka þeir rosalegu ástfóstri við hana. Þegar eitthvað kemur fyrir Haruhi, þá eru alltaf Tamaki og tvíburarnir sem taka því mest alvarlega. Hikaru (sá elsti) er alltaf fyrstur sem kemur með prakkaralega leiki, og Kaoru fylgir honum alltaf en þegar það kemur að tilfinningalegum þroska, þá er Kaoru betri að sýna það en Hikaru.

Mitsukuni “Hunny” Haninozuka: Litla krúttið í hópnum. Hann virðist vera yngstur af þeim öllum en er í raun elstur! Hann er “Loli-shota” týpan og er alltaf með kanínu-bangsann Bun-Bun með sér og þegar hann talar, eru alltaf bleik blóm fljótandi í kringum hann. Hann elskar að éta kökur og öll sætindi. Hann er aldrei án frænda síns, Morinozuka Takashi, sem annaðhvort hefur hann á axlirnar á sér eða við hlið sér. Þó að hann virðist frekar veiklulegur og algjörlega meinlaus, þá er hann í raun Landsmeistari í karate! Hann verður líka geðveikt ógnvekjandi þegar hann verður reiður en það gerist aðallega þegar hann er vakinn snemma ^^;

Morinozuka “Mori” Takashi: Þögla týpan í hópnum, þó að hann sé stimplaður sem “Villta” týpan. Þó hann segir ekkert mikið, er hann samt vinsæl meðal stelpnanna út af útliti sínu. Hann er Landsmeistari í kendó. Hann er frændi Hunnys og er alltaf við hlið hans og gætandi hans. Ástæðan fyrir því, er að Morinozuka-ættin verndaði alltaf Haninozuka-ættina i gamla daga en síðan giftist Morinozuka-ættin inn í Haninozuka-ættina. Hann getur virst dularfullur því enginn virðist vita hvað hann sé að hugsa (fyrir utan Hunny).


Þessi sería er rosalega góð, og hún höfðar bæði til stelpna og stráka, aðallega út af húmornum og rómantíkinni (ef einhverjir strákar fíla það, þ.e.a.s). Ég mæli rosalega með að horfa á þættina en einnig mæli ég með að lesa mangað því serían hættir eftir 26 þætti en mangað er áframhaldandi.

Vonandi hafið þið haft gagn og gaman að þessari grein og vona ég að fleiri greinar fari að koma!

Kv.
Cassidy