Hæhó! Sælt verið fólkið


Ég ætla að reyna að lífga þetta áhugamál með smá könnun ^^,!

Og þemað þetta skipti eru fallegustu OST-inn þín!
Ég ætla að byrja á því að telja upp nokkur lög sem mér finnst standa útúr.
Ég hata takmarkaðan fjölda í svona könnunum svo þið megið alveg ráða hversu mörg lög eru uppáhalds, but know your limits ;)

(þetta er ekki í röð, gæti aldrei raðað þeim)
- CHOBITS -
Chobits – Two of Us; Þetta er náttúrlega bara yndislegt lag, ekki hægt að segja mikið heldur en rólegt og fallegt.
Chobits - Hirusagari no Tawamure; Frábært lag, létt djassað með æðislegu “baba ba” sönglínu, enginn texti, enda þarf engann, frábært lag til að “chilla” og læra undir
Chobits - Taikutu na Rakugaki; Og eins og mörg önnur Chobits lög þá er þetta létt djassað, með rólegu hummi.
– Ég gæti haldi áfram svona með Chobits löginn svo ég tel bara nokkur góð lög úr þessum æðislegu þáttum –
Chobits - Raison d'etre
Chobits - Yasashisa no shouzou
Chobits - Soshite Sekai ha Kyou mo Hajimaru
Chobits - Ost 1 - Morning, morning
Chobits - Chii's Theme - In Undertones

- NARUTO -
Naruto - Akeboshi – Wind; ED á fyrstu naruto þáttunum, mjög gott lag, góður texti, gott yfir höfuð!
Naruto - Toshiro Masuda – Loneliness; Fallegt lag.
Naruto - Toshiro Masuda - Sadness and Sorrow; Ég fæ oft gæsahúð að hlusta á þetta lag, falleg, tilfinningaríkt, og maður fær smá “flashback” úr þáttunum ;)
Naruto - Toshiro Masuda – Morning; Rólegt og slakandi lag
Naruto - Analog Fish – Speed; Fjörugt og skemmtilegur texti, ég varð að seta það inn þótt að þemað sé róleg og falleg lög, æðislegt lag ^^,

- BLEACH –
Bleach - Yui Horie – Life; Skemmtilegt og frekar rólegt lag
Bleach - HOME MADE KAZOKU - Thank You!!; Mjög skemmtilegt og “chillað” lag, og svo auðvita alltaf gaman að heyra Japana rappa :)
Bleach er með mörg góð lög, flest öll ED í þáttunum eru góð , bara hef ekki reddað mér mörgum lögum með þeim =/

- CHRNO CRUSADE –
Chrno Crusade - Chiba Saeko - Sayonara Solitaire; Ábyggilega myndi ég seta þetta lag í efsta sætið, fallegur texti, rólegt og tilfinningaríkt lag sem passar vel við seríurnar
Sama með Bleach, ég hef verið latur að ná í lög úr þessum frábærum þáttum, mjög skemmtileg tónlist úr þessari seríu.

- FINAL FANTASY – (margir myndu kannski ekki flokka Final Fantasy undir Anime, en of mörg lög í þessum frábæru leikjum til að sleppa)
Final Fantasy IV – Rydia; Rólegt, einfalt og tilfinningaríkt lag
Final Fantasy IV - Theme of Love; Ábyggilega uppáhalds lagið mitt í Final Fantasy, ég á það mjög oft til að fá gæsahúð þegar ég hlusta á þetta lag, og ég spila þetta lag oft á píanó ^^,
Final Fantasy VIII - Sad Piano Theme; Eins og nafnið gefur kannski til kynna þá er þetta mjög dramatískt lag.
Final Fantasy IV - Melody of Lute; Frábært lag, gaman að slaka á með þessu.
Final Fantasy IX - Unforgettable Sorrow; Dramatískt lag, rólegt, og skemmtilegt að heyra það spilað með bara gítar.
Final Fantasy VII - Aeris' Death; Fallegt, Dramatískt og allur pakkinn, Eðal lag.
Final Fantasy VII - Love Will Grow; “Love will Grow” hvað get ég sagt :P
Final Fantasy VIII - Eyes on Me; Frábært lag! Fallegt, og tilfinningaríkt, fyrsta lagið úr tölvuleik sem fékk þann heiður að vinna “Gold Disk Awards” í japan árið 1999.
Og svo auðvita öll Prelude, Prologue, Main Theme´s og hellingur af öðrum Final Fantasy lögum :D

Og núna er ég búinn með allt sem mér dettur í hug, ábyggilega hellingur af öðrum lögum sem mér dettur í hug seinna.

Annar finnst mér Chobits, vera mest bestu tónlistina, hún er algjör gimsteinn, öll lögin eru frábær, ég hlusta á þau allstaðar, þegar ég er í vinnunni(Hugver) að þrífa, eða heima uppí rúmi að læra, strætó, skólanum, eða hvar sem er, þá er ég að hlusta á Chobits, hún er eðal…

Ef einhver er að leita af síðu með einhverjum af þessum lögum, eða öðrum anime lögum þá fylgir hérna nokkrar krækjur með:
http://gendou.com/ - síðan sem ég nota mest, þarft að vera registered(frítt)
http://www.minglong.org/
http://anime.emuparadise.org/anime_show.php
http://www.jaccinc.com/anime/audio.shtml
http://www.realitylapse.com/pages/selectmp3.php
http://bluelaguna.net/
http://www.muffindomain.com/index.php?page=anime.html
Stundum þarf maður að vera registered eða ekki.
En hér er síða með helling af öðrum krækjum á OST síður
http://dmoz.org/Arts/Animation/Anime/Music/Downloads/

—–
Svo vil ég benda á að ég er ekki sá besti í íslenskri málfræði, en ég notaði púka til að hjálpa mér, svo þetta ætti ekki að vera of torlesið, og fyrirgefið ensku sletturnar :)

Ashy…