Kostir og gallar nokkra anime sería Ég sá að það hafði ekki verið skrifuð ný grein hérna í langann tíma þannig að ég ákvað bara að reyna pumpa smá blóði í þetta. Ég gerði mér ekki grein fyrir að það væri manga áhugamál á huga þannig að ég var bara að uppgötva það. Ég er tiltölulega ný byrjaður í anime og byrjaði á Full Metal Alchemist sem eru að mínu mati toppurinn. Horfði á einn þátt og svo varð ég að sjá næst og næsta og næsta, þið þekkið eflaust tilfinninguna. Ég ætla að nefna eitthvað af séríunum sem ég hef séð hérna og segja hvað mér finnst gott um seríuna og tónlistina.

Full Metal Alchemist: Án efa besta anime þarna úti að mínu mati. Sagan er aðal krafturinn, hún dregur mann algjörlega inn í þennan heim og ég bara gat ekki hætt að horfa á þessa frábæru séríu.
Tónlistin: Ég elska líka tónlistina úr þáttaröðinni og er scorið án efa það besta sem til er í anime í dag.

Berserk: Mér fannst Berserk einnig frábærir þættir en varð fyrir mjög miklum vonbrigðum með endann. Eins og flestir vita þá er Berserk byggt á manga seríu og er sú sería en þá í gangi í dag.
Tónlistin: Scorið passaði ágætlega við þáttaröðina en mér fannst hún samt ekki það góð að ég mundi hlusta á hana í frístundum.

Hellsing: Allir töluðu um hvað Hellsing þáttaröðin væri frábær. Ég gaf henni séns og varð fyrir miklum vonbrigðum. Mér fannst einfaldega ekkert gerast í einhverjum sjö þáttum. Eftir reyndar sjöunda þátt þá kom smá hreyfing á þetta en það var ekki nóg til að bjarga séríunni fannst mér. Ég veit að það eru margir sem dýrka þessa seríu og er ég ekkert að reyna gera lítið úr því en þessi sería bara einfaldlega höfðaði ekki til mín.
Tónlistin: Ég tók einfaldlega ekki eftir tónlistinni í Hellsing þannig að er ekki ýkja hrifin af henni.

Elfen Lied: Sú þáttaröð byrjar með látum en róast síðan mjög mikið. Ég var farinn að hafa áhyggjur en síðan kom í ljós að þáttaröðin var bara lengi að byrja og áður en ég vissi af þá var ég búinn að sjá alla seríuna sem var þó ekki löng. Ég var ótrúlega ánægður með hana og mæli mjög mikið með henni.
Tónlistin: Einstök dáleiðandi lög og þar á meðal intro lagið. Kemst samt ekki í flokk með Alchemist

Neon Genesis Evangelion: Þessi sería átti víst að vera þrusu góð og þess vegna ákvað ég að kíkja á hana. Mér fannst hún lengi að byrja en ég hélt áfram út af því að þetta var allt svo skrítið og ég bara varð að vita út á hvað allt gekk. Ég kláraði seríuna og heimspekin og pælingarnar gjörsamlega overdozuðu mig. Fannst margt sniðugt og kynnti mér mjög mikið heimspekina á bakvið þáttaröðina seinna á netinu en fannst þetta… já aðeins of djúpt oft á tímum.
Tónlistin: Scorið var ágætt en ekki meira en það.

Cowboy Bebop: Ég varð mjög hrifinn af karakterunum og sögunum sem voru í Bebop. Þó svo serían væri ekki jafn rafmögnuð og næði ekki að halda mig fastann við sjónvarpið í langann tíma eins og Alchemist o.fl þá var samta alltaf gaman að kíkja á einn og einn þátt. Sá svo bíómyndina sem var einnig mjög góð.
Tónlistin: Ég varð mér út um 5 diska safn með allri tónlist úr þáttaröðinni og eins bíómyndinni. Æðislega skemmtilegt Jazz og blues sem að fær mann alltaf til að hugsa aftur um seríuna.

Samurai Champloo: Á toppnum ásamt Full metal Alchemist, ég varð ástfanginn af þessari seríu. Húmorinn, karakterarnir allt frábært enda frá sömu aðilum og gerðu Cowboy Bebop.
Tónlistin: Tónlistin var frábær í seríunni, blanda af groove, hipp hopp o.fl æðislega skemmtilega gert.

Samurai Deeper Kyo: Ég sá þessa seríu fyrir stuttu og hafði gaman af henni en mér fannst serían vera aðeins of löng og hefði vel getað verið styttri og hnitmiðari.
Tónlistin: Ég tók lítið eftir tónlistinni.

Trinity Blood: Að lokum er það Trinity Blood. Þessi frábæra sería var að klárast fyrir fáeinum dögum var hreint mögnuð saga en því miður líkt og Berserk þá er serían aðeins partur af stærri sögu og því mjög ófullnægjandi endir. Ég féll gjörsamlega fyrir karakterunum og þessari frábæru sögu og ef ég á að vera fáorður um söguna þá fjallar hún um stríð milli vampíra og manna í framtíðinni. Endirinn var þvílík vonbrigði því eins og ég nefndi áður er þetta aðeins partur af stærri heild og þess vegna fór ég á netið enn einu sinni og kynnti mér þá sögu. Fékk svör við öllum þeim spurningum sem ég vildi fá svarað í seríunni og meir. Þó svo ég hæli seríunni nánast í alla staði þá eru nokkrir punktar sem pirruðu mig t.d klipping á milli myndataka voru nánast alltaf með smá dissolvi sem pirraði mig til lengdar, sumir karakterarnir voru hreint ótrúlega pirrandi en til að bæta jafnvægið voru aðrir sem voru svo töff að þeir jöfnuðu þetta út.
Tónlistin: Einstök lög voru alveg dáleiðandi á meðan önnur voru frekar slök.

Þær þáttaraðir sem ég er að fylgjast núna með eru:

Solty Rei (lofar góðu)
Blood+ (lofar mjög góðu)
Bleach (verður fljótt þreitt)
Basilisk (mjög flott sería)
Inuyasha (lofar góðu)