Chobits: Vol. 1-4 Ég vill byrja á að vara við spoilers þar sem ég á eftir að fara mjög vel í söguþráðin og persónurnar. Þetta er fyrri greinin af tveimur og mun ég núna fara í vol. 1-4, sem animeið er gert eftir þannig að þeir sem eru búnir að sjá þættina ætti ekki að verða meint af.

Ástæðan fyrir því að ég ætla að setja þetta inn í tveimur pörtum er sú að chobits er rosalega tvískipt manga fyrir flesta, vegna þess að fyrstu fjórum bindunum var breytt í anime á meðan þau fjögur síðustu voru látin í friði. Það kannast því flestir við það sem á eftir að koma hérna seinna en seinni greinin væri samt alveg ný fyrir flesta.

Þetta manga var fyrst gefið fyrir tæpum fjórum árum síðan, árið 2001. Sagan og teikningarnar eru eftir CLAMP. Þeir sem vita ekki hvað CLAMP er þá er þetta manga stúdíó sem samanstendur af fjórum konum og eiga þær heiðurinn á manga á borð við Cardcaptor Sakura og Angelic Layer.

Chobits er mangað sem ég ætla að fjalla um og hefur það haft mikil áhrif á manga á borð við DearS og Elfen Lied. Þar sem er leikið sér með persónu sem er unglingsstelpa (helst nakin á einhverjum tímapunkti) sem veit ekki neitt og kann ekki neitt og getur bara sagt eitt orð, nafnið sitt. Og oftar en ekki þá hefur stelpan einhverja skítuga fortíð sem rifjast upp fyrir henni í gegnum söguna. Það er ekki verra ef sá sem finnur stelpukindina er unglingsstrákur sem er í vandræðum við að komast í gegnum skólann.
En nóg um það. Það kannast flestir við þessar aðstæður.

Sagan fjallar um sveitastrák að nafni Hideki Motosuwa sem er að reyna að komast í skóla. Hann þarf fyrst að taka upprifjunartíma í “cram school” (ég veit ekki íslensku þýðinguna) til þess að fá inngöngu.
Sagan gerist líka í nálægri framtíð þar sem tölvurnar líta út eins og við og haga sér eins og við. Þær kallast Persocom (person-computer, get it?). Hideki dreymir um að eignast slíkan grip, en er að sjálfsögðu fátækur námsmaður og hefur því ekki efni á því.
Svo gerist það einn daginn þegar hann var að koma heim úr vinnunni (Club pleasure í manganu, en það kannast flestir við “Yorokonde!!”) og rekst á stelpu liggjandi í ruslinu. Hideki panikkar að sjálfsögðu og heldur að þetta sé mannslík. En svo sér hann sér til mikils léttis að þetta er Persocom. Hideki dregur þá ályktun að einhver hafi hent Persocominum og það væri því allt í lagi ef hann mundi hirða hann. Og það gerir hann.
Þegar honum tekst loksins að koma henni heim og kveikja á henni kemst Hikeki að því að hún hljóti að ver eitthvað gölluð vegna þess að hún segir bara eitt orð, Chii, og virðist ekki vita neitt um neitt. Hann skýrir hana að sjálfsögðu Chii.
Hideki hefur samband við skólafélaga sinn Hiromu Shimbo sem veit mikið um Persocoms og komast þeir að því í sameiningu að eitthvað gruggugt sé í gangi í Chii, því að hún virðist ekki hafa neitt stýrikerfi og eigi því ekki að geta hreyft sig né talað.
Shimbo bendir því Hideki á að hafa samband við strák að nafni Minoru Kokubunji. En þegar Hideki hittir hann þá kemst hann að því að Minoru er tólf ára gamall og 1337 í öllu sem kemur að Persocoms. Hann smíðar alla sína sjálfur og er moldríkur. Minoru bendir Hideki á að Chii gæti verið partur af hinni goðsagnakenndu “Chobits” seríu, en eru það persocoms sem hafa sjálfstæða hugsum og eru því….. tja, lifandi verur. Hann reynir að hacka sig inn í Chii en kemst að því að hún er með ákaflega sterkan firewall og að allar skrár í henni séu dulkóðaðar.
Minoru ákveður því að setja póst á custom persocom forum á netinu og bíður eftir svari.
Í millitíðinni fáum við að fylgjast með því hvernig sambandið á milli Hideki og Chii þróast áfram og hvernig Chii lærir meira og meira.
Einn daginn hringur þá Minoru í Hideki og biður hann um að hitta sig á veitingastað í bænum. Þegar Minoru hittir Hideki þá sýnir hann honum mynd sem honum var send í gegnum e-mail. En er þessi mynd af Chii og það stendur “HOBIT” á fætinum á henni og “{1}” á handleggnum. Þeir draga að sjálfsögðu þá ályktun að hendin á Chii blokki stafinn C og eigi því að standa “CHOBIT”. Núna er eitthvað gruggugt í gangi.
Svo gengur allt sinn vanagang þar til kennarinn hans Hideki, Takako Shimizu birtist eitt kvöldið með áfengi og spyr hvort að hún megi fá að gista. Hideki samþykkir það á endanum og hún bara… Let’s get loaded!
Í skólanum morguninn eftir þá hittir Hideki Shimbo og kemst að því að hann hafi verið vakandi í alla nótt að leita að einhverjum….. suspicious.
Um kvöldið er Hideki að vinna á club pleasure og Yumo Omura, stelpa sem vinnur með honum spyr hann hvort hann vilji koma með henni í picnic í garðinum. Hideki lítur að sjálfsögðu á þetta sem date og samþykkir það, himinlifandi. Á meðan Hideki fer út með Yumi daginn eftir biður Chitose Hibiya, sú sem á íbúðina sem Hideki lifir í um að láta Chii fá nokkur föt. Hideki samþykkir það.
Þá komumst við að því að það eru einhver bönd á milli Hibiya og Chii, því að hún lætur Chii hafa kjól sem var sérstaklega gerður fyrir Chii og hún er líka með mynd af henni. Ekki ósvipaðri myndinni sem Minoru fékk senda til sín.
Síðan gerist ósköp fátt þangað til Chii fær þá flugu í höfuðið að fá sér vinnu til þess að Hideki fá meiri pening. Hideki lýst ekki mjög vel á það en bannar henni það samt ekki beint. Þess vegna fer Chii út einn daginn í leit að vinnu. Hún rekst á mann sem býður henni vinnu á stað sem heitir Live peep show og að sjálfsögðu sér Chii ekkert athugavert við það.
Minoru er constantly að leita að upplýsingum um Chii á netinu og það vill svo skemmtilega til að þessi staður, Live peep show byrtir efni á netinu og kemst hann því á snoðir um hvar Chii er niður komin.
Á meðan það gerist tekur Hideki eftir Shimbo úti á götu þar sem hann er að hlaupa á eftir einhverjum. Hideki eltir hann og kemst að því að það er Shimizu, kennari þeirra beggja sem Shimbo var á eftir. Hideki hlerar samtalið á milli þeirra og kemst að því að þau eru elskendur! Það útskýrir margt. En þá hringir Minoru í Shimbo og segir honum hvar Chii er. Hideki heyrir það að sjálfsögðu líka og hleypur af stað, henni til bjargar. Þá taka Shimbo og Shimizu eftir honum og það er rosalega vandræðalegt moment.
Þegar Hideki kemur á Live peep show staðinn þá tekur hann eftir því að staðurinn er í rústum og Chii er horfin. Gaurinn sem á staðinn hafði nefnilega snert Chii á “private” stað og því kviknaði á einhverju varnarkerfi í Chii og hún (fyrir þá sem hafa spilað FFIX) féll í einhverskonar trance. Í kjölfar þess slökknaði á öllum Persocoms í borginni nema Chii og hún svífur um bæjinn og endar á miðju torginu þar sem allir geta séð hana. Þar kemur Hideki henni til bjargar og grípur hana þar sem það líður yfir hana og það kviknar aftur á öllum Persocomunum.
Morguninn eftir fær Hideki símtal frá Shimbo og kemst að því að hann og Shimizu hafi hlaupist á brott og ætli að gifta sig. Hideki verður brjálaður út í Shimbo fyrir að hafa ekki sagt honum neitt, og svo fannst honum kennarinn líka hot.
Síðan líður langur tími þar sem við komumst að meiru um sambandið á milli Chii og Hibiya. Og við kynnumst líka tveimur nýjum karakterum sem eru meira en lítið dularfullur. Það er unglingspar og þau heita Dita og Zima. Þau virðast þekkja Hibiya og segjast þurfa að stöðva Chii áður en það “gerist aftur” hmmm…
Þrátt fyrir að Chii hafi fokkað öllu upp með að finna sér vinnu þá ákveður Hideki að tala við Ueda, sem er managerinn í bakaríinu sem hann vann hjá áður og spyr hann hvort hann vilji fá Chii í vinnu til sín. Hann játar því og Chii byrjar að vinna.
Síðan gengur allt sinn vanagang þar til einn daginn fær Minoru aðra mynd í pósti, en er hún af Chii og Hibiya, þar sem Hibiya er í einhverskonar labsuit og krýpur við hlið hennar. Seinna er síðan Chii stolið og enginn hefur hugmynd um hvar hún er. Yoshiyuki Kojima maður sem hefur brennandi áhuga á Persocoms og þá sérstaklega Chobits og það er hann sem nappar Chii þar sem hún var á leiðinni í vinnuna, að lesa eftirlætis bókina sína (ég kem inn á það seinna). Þá fara Chii og Ueda að leita að henni og við erum síðan skilin eftir þar sem þeir sitja á bekk í almenningsgarði og eru staðráðnir í að finna Chii.

Úff… þetta varð miklu lengra en ég hafði hugsað mér… Í gegnum bækurnar er Chii alltaf að lesa teiknimyndabækur sem heita “A city with no people”. Chii hittir líka sinn eigin tvífara þegar hún lokar augunum og segir hún henni að bækurnar séu um hana og að hún þurfi að finna “the only person for her” sem er mjög líklega Hideki. Chii kaupir fleiri og fleiri bækur og lærir meira og meira. Það virðist líka vera þannig að hún meira af fortíð hennar rifjist upp fyrir henni þegar hún les þessar bækur en eins og Hibiya sagði þá er kanski best að það liggji kjurrt. Dita og Zima eiga líka auðveldara með að tracka Chii niður og það virðist líka vera svo að hún verði sterkari með hverri bókinni sem hún les.

Þetta var fyrri parturinn og ég vona að fólk nenni að lesa eitthvað af þessu.

Sayonara!!!
Sprankton