Komið þið Sælir hugarar

Ég er alveg sammála edalgunnapalla um að þetta áhugamál er á töluverðri niðurleið í sambandi við greinaskrif og sögur, ætla ég þá að leggja mitt 11.3 save undir og segja frá því.

Ég tók við Leeds United árið 6. júlí 2010, liðið var í Championship deildinni ný komið upp og með ágætis hóp leikmanna til þess að halda sér í deildinni. En metnaður minn var nú meiri og sagði ég stjórninni að ég ætlaði að reyna að stýra liðinu í umspilssæti um að komast í Úrvalsdeildina. Stjórnin var sátt með það en gat nú ekki gefið mér mikinn pening til að eyða í leikmenn. Þannig að ég réðst í það að meta leikmenn liðsins og ákvarða hvaða menn ég myndi ekki nota og hverjir væru dauðir viðir, samhliða því náði ég lokka til mín góða leikmenn á frírri sölu. Til að einfalda allt saman, og þar sem myndir segja meira en 1000 orð þá skelli ég bara inn mynd af kaupum og sölum frekar en að fara að pikka allt inn. Kaup og sölur 1 Kaup og sölur 2

Championship League:
Mér gekk þrusu vel í deildinni og var ég alltaf í efri hluta deildarinnar, og með lykilkaupum í janúar-glugganum þá fóru hjólin að rúlla. En á tímabilinu 1. feb. til loka tímabilsins þá sigraði ég 13 leiki, 2 jafntefli og 2 töp með markatöluna 57-21, þar sem ég skoraði 5 mörk í 5 leikjum og 6 mörk í einum. Með þessu fína rönni hjá mér náði ég að tryggja Championship titilinn. Championship Tafla

Úrvalsdeildin:
Ég var kominn upp á meðal þeirra bestu og þar stefndi ég á að vera, þótt svo að mér væri spáð falli þá stefndi ég á sæti um miðja deild. En mitt fyrsta tímabil í úrvalsdeildinni byrjaði hörmulega. Eftir að hafa verið óður á leikmanna markaðinum og keypt og selt leikmenn til þess að reyna að styrkja liðið fyrir tímabilið, og eftir ágætis undirbúningstímabil, þá var niðurstaðan í fyrsta leik 7-0 tap á heimavelli á móti Newcastle. Eftir það gat ég bara ekki sokkið neðar eða hvað? Mér gekk ágætlega eftir þetta og náði nú að fikra mig upp töfluna hægt og rólega með nokkrum góðum úrslitum og sat ég um miðja deild mest allt tímabilið og endaði ég í 11 sæti sem ég og stjórnin vorum mjög ánægð með. Nældi ég mér í Stjóri ársins verlaunin og allt lék í lindi hjá félaginu. Kaup og sölur þetta tímabil má sjá hér og lokastöðuna í deildinni hérna

Annað ár í Úrvalsdeildinni:
Eftir gott tímabil í deild þeirra bestu tekur við tímabil sem getur oft reynst liðum erfitt sem koma upp um deild en það er hið hræðilega annað tímabil þar sem þú ert ekki óskrifaða blaðið lengur. Ég ákvað að reyna að láta það ekki hafa áhrif á mig og setti markið á baráttu í efri hluta deildarinnar. Með það að leiðarljósi þá skellti ég mér að fullri hörku á leikmannamarkaðinn og keypti og seldi eins og villidýr, Kaup og sölur hér.
Deildin fór stórkostlega og endaði ég í öðru sæti eftir rosalega lokakafla í deildinni þar sem liðin í öðru til áttunda sæti voru í hörku baráttu um Evrópusætin. Sem fyrr var seinni hluti tímabilsins í hæsta gæðaflokki þar sem ég vann 11 af 13 leikjum frá byrjun febrúar til loka tímabilsins. En hér er lokastaðan í deildinni.


Áhugaverð kaup:
Í gegnum þessa sölustefnu mína þá hef ég fengið til mín nokkra áhugaverða leikmenn og ætla ég að telja fáa hér upp.

Íslendingarnir:
Jóhann Berg Guðmundsson, fékk Jóa Berg lánaðan á fyrsta tímabili og strákurinn brilleraði, skoraði 5 mörk en lagði upp heil 20, hefði alveg viljað kaupa hann til frambúðar en AZ setti full mikið á hann.

Alfreð Finnbogason, krækti í Alfreð í janúar glugganum á 400k og sá var góður í Championship deildinni, byrjaði 6 leiki og kom inná í 7 og skellti í þessum 13 leikjum 8 mörk. Alveg klassa leikmaður fyrir lið í efri hluta Championship.

Aðrir íslendingar sem komu voru, Bjarni Viðarsson, stóð sig ágætlega en varð fljótlega aftarlega í goggunarröðinni þegar komið var upp í úrvalsdeildina. Ragnar Sigurðsson, var keyptur sem 4‘ði miðvörður og spilaði ekkert þar sem hinir miðverðirnir hjá mér voru ekkert að meiðast og spiluðu ágætlega. Gylfi Sigurðsson, var keyptur á þriðja tímabili og hefur verið að berjast um byrjunarliðssæti og verið að standa sig ágætlega þegar hann kemur inn.

Útlendingar :
Agustín Torassa, keyptur á 90k frá All Boys og var algjört skrímsli í sókninni í Championship deildinni, skoraði 35 mörk í 40 leikjum og var algjörlega óstöðvandi. Stóð sig ágætlega í Úrvalsdeildinni og skoraði 15 mörk og var markahæstur en var svo seldur fyrir þriðja tímabilið þar sem hann var kominn aftarlega í goggunarröðinni.

Sebastian Coates, keyptur á 2,4M og er rosalegur í föstum leikaðferðum. Skoraði 12 mörk á fyrsta tímabili í Championship sem er rosalegt fyrir aftasta varnarmann. Var svolítið shaky á köflum í vörninni en hann hefur verið að bæta sig gífurlega seinni ár, verður seint seldur en stærstu lið Evrópu eru að reyna að lokka hann í burtu þannig að hann gæti freistast einhvertíma.

Guillermo Ochoa, var keyptur á 3,5M frá America(MEX) og stóð sig gríðarlega vel á fyrsta tímabili í Úrvalsdeildinni, var til að mynda valinn í lið ársins í lok tímabils. Er á besta aldri fyrir markvörð þannig að ég er góður í þessari stöðu með hann þarna.

Áhugaverðir leikir:
Ég hef keppt nokkra mjög áhugaverða leiki á þessum 3 tímabilum, en þeir tveir hrikalegustu eru áðurnefnt 7-0 tap gegn Newcastle og 8-1 tap gegn Arsenal, þetta eru líklega þau hræðilegustu töp sem ég hef gert í gegnum minn CM/FM feril síðan ég byrjaði í CM3. Einnig hef ég gert nokkur æsileg 4-4 og 3-3 jafntefli í spennuþrungnum leikjum og þar á meðal 3-3 gegn Chelsea. En mínir tveir svakalegustu sigrar eru 9-2 útisigur gegn QPR og svo æðislegur 4-0 útisigur á erkifjendunum Man United, gerist ekki sætara en það.

Liðið:

Svona venjulega spila ég 4-4-2 með liðsuppstillan:
GK: Ochoa /Oblek
DR: Parshivlyuk / Regen
DL: Carole / Robinson
DC: Coates / Regen
DC: Toro/Semb
MR: Ninis / Regen / Jorgensen
ML: Parvulescu / Jovetic / Jorgensen
MC: Inler / Gylfi S.
MC: N’Zonzi / Adam
ST: Necid / Regen
ST: Dembele / Alfreð

Eða þá 4-2-3-1 þá svona:

GK: Ochoa /Oblek
DR: Parshivlyuk / Regen
DL: Carole / Robinson
DC: Coates / Regen
DC: Toro/Semb
MC: Inler / Adam
MC: N’Zonzi / Regen
AMR: Ninis / Regen
AMC: Jovetic / Gylfi S.
AML: Parvulescu / Jorgensen
ST: Necid / Dembele eða einhver annar striker

Hér er annars mynd af liðinu eins og það er í lok tímabils 2013

Vona að þetta sé ekki of mikil langloka hjá mér, en þetta er nú yfir 3 tímabil. Og mér finnst alltaf skemmtilegar að fá sögur í rituðu máli ekki bara upptalningu á úrslitum og tölum.

En vona að einhverjir komi með fleiri sögur því þetta áhugamál er svolítið dautt.