Arsenal - Tímabil 08/09 (FM09) Eftir að hafa lesið greinina hjá notendanum arsenalerubestir þá óx áhuginn minn að gera mínu fyrstu grein á þessu áhugamáli. Ég hef spilað Football Manager leikina grimmt í gegnum tíðina og ég fékk mér FM09 þegar hann var nýkominn út og spilaði hann stíft og geri enn.

——————————————————-

Lið :

Ég tók við Arsenal til að byrja með. Ég held með þeim í Ensku Úrvalsdeildinni og það er uppáhalds lið mitt. Vani minn er líka alltaf að byrja sem Arsenal í nýju Football Manager leikjunum og svo skipti ég um lið þegar ég er kominn með leið á Arsenal.

——————————————————-


Innkaup sumarið 08

Michael Johnsson - Man city á 13M pund
Christoph Metzelder - Real Madrid á 12M pund
Kevin Trapp - Kaiserslautern á 1.7M pund
Samtals : 26.7 M pund
Peningur til að kaupa : 38 M

Ég tók miklar áhættur á kaupunum í byrjun tímabilsins. Þar sem mér fannst þetta vera nægilega breiður og efnilegur hópur var ég ekki mikið í að kaupa nýja leikmenn. En ég keypti Michael Johnsson vegna þess að hann var stórkostlegur í FM08. Ég tók því áhættuna og keypti hann aftur. Í eldri leikjunum þá hafði ég aldrei keypt Christoph Metzelder, en þar sem mér fannst að mér vantaði varnarmann með reynslu, ekki of ungann og hafði landsliðsreynslu þá sló ég til. Ég sé ekki eftir því núna því hann stóð sig með prýði. Ég hafði, og hef, ekki hugmynd hver Kevin Trapp er. Einn af “scoutonum” mínum leyst vel á hann og eg prófaði bara í gamni mínu að kaupa hann. Þrátt fyrir að ég leyfði honum ekkert að spila með aðaliðinu þá er hann að standa sig með Reservers liðinu.

Seldir leikmenn sumarið 08

Nicklas Bendtner - fór til Newcastle á 6.74M punda

Samtals : 6.75M pund

Ég seldi danska flækjufótinn vegna þess að ég hafði nægilega mikið af framherjum og hann var bara fyrir og í þokkabót þoli ég þennan mann ekki í veruleikanum og ákvað að selja hann ( geri mér grein fyrir því að hann gæti orðið góður í framtíðinni en ég tók áhættuna )

——————————————————-

Taktík :

Ég byrjaði með 4-4-2 taktíkina og mér gekk illa með hana. Af einhverjum ástæðum náðu þeir ekki að spila saman. Þar af leiðandi gekk mér mjög illa í vináttuleikjunum og í byrjun tímabilsins. Ég tapaði fáránlega fyrsta leiknum mínum á móti Liverpool og tapaði 3-1. Mér gekk ekkert betur á móti “minni” liðunum en ég gerði endalaus jafntefli. Ég tapaði ekki en ég sigraði ekki heldur. Þá hugsaði ég með mér að eitthvað þurfti ég að gera. Ég breytti taktíkinni minni. Þar sem að ég spilaði FM08 mjög stíft þá rámaði mig í taktíkina sem ég notaði í þeim leik. Ég gróf hana upp og stillti hana eins og hún var í FM08. Enþá tók ég áhætturnar. Ég vissi ekki hvort hún myndi virka með Arsenal eða eins vel og hún virkaði með Man City í FM08 en ég varð að prufa. Sú taktík er 4-1-2-2-1 en ég útskýri hana fyrir neðan.

Liðið

Almuna(GK)
Sagna(DR) - Touré(DC) - Gallas/Metzelder(DC) - Glichy(DL)
Denílson(DMC)
Michael Johnsson(MC) - Fabregas(MC)
Theo Walcott(AMR) Samir Nasri(AML)
Adebayor(FC)

Svona lítur taktíkin út. Þetta er í grófum dráttum 4-1-2-2-1 ATTACKING Ég breytti líka í Team Instructions að liðið væri meiri attacking og að koma upp vængina vegna þess að það var bara einn framherji. Og það svín virkaði. Ég gróf hana upp með google og fann ég hana hér. Ef þið eruð í vandræðum með liðið ykkar og vantið hjálp þá mæli ég með þessari taktík. Smellið HÉR til að athuga hvaða taktík ég breytti í.
Ég notaði þessa leikmenn og þessa taktík, fyrir og eftir áramót.

Keppnir

Enska úrvalsdeildinn
:

1. Arsenal | 38 PLD| 23 Won| 11 Drn| 4 Lst | 68 For | 28 Ag | +40 GD | 80 Pts |
2. Liverpool | 38 PLD| 21 Won| 14 Drn| 3 Lst | 75 For | 31 Ag | +44 GD | 77 Pts |
3. Chelsea | 38 PLD| 22 Won| 11 Drn| 5 Lst | 49 For | 24 Ag | +25 GD | 77 Pts |
4. Man Utd | 38 PLD| 21 Won| 9 Drn| 8 Lst | 64 For | 34 Ag | +30 GD | 72 Pts |

Eins og þið sjáið þá munar ekki miklu á Arsenal, Liverpool og Chelsea. Þetta var líka rosalega spennandi lokasprettur. Í næst síðasta leiknum spilaði ég á móti Stoke á heimavelli. Þar sem þeir voru á niðurleið hélt ég að þetta væri auðveldur leikur fyrir mig en svo var ekki. Ég þurfti öllum stigunum á að halda svo að ég myndi ekki tapa titlinum. Þar sem Liverpool og Chelsea voru að vinna sína leiki þá voru þeir 1 stigum á undan mér og ég hélt að öll von væri úti en á 87 mínútu skorar Clichy úr bylmingskoti hjá teignum. Það gaf mér 2 stiga forskot á Liverpool og Chelsea. Þá var einungis einn leikur eftir og hann var á móti Hull á útivelli. Ég tefldi fram sterkasta liðinu mínu í þeim leik enda ætlaði ég mér að vinna deildina. Ég man eftir að ég sagði í blaðamannafundi að það væri ekki séns fyrir mig að vinna deildina útaf hversu illa mér gekk í deildinni. En aftur að Hull leiknum. Ég vann þennan leik 1-3 og þá var það ljóst, ég var orðinn sigurveigari Ensku Úrvalsdeildarinnar. Og ég var mjög ánægður mér kappana mína.

Hér sjáuði hverjir voru markahæstir ofl hjá Arsenal í deildinni

Flest mörk :Emmanuel Adebayor með 15 mörk
Flestar stoðsendingar : Michael Johnsson með 10 stoðsendingar
Meðaleinkunn :Theo Walcott með 7.27 í meðaleinkunn

Einnig voru Adebayor, Touré og Sagna valdnir í lið ársins

——————————————————-

Meistaradeildin

1. Arsenal
2. Man Utd
3. Barcelona/Werder Bremen

Ég var mjög sáttur með velgengi mína í meistaradeildinni. Enda vann ég hana. Ég vann Man utd 2-1 í dramatískum úrslitaleik. Markaskorar í þeim leik voru Song og Fábregas. Song skoraði úr rosalegu skotu fyrir utan teig og Fábregas úr vítaspyrnu.

Arsenal menn sem voru valdnir í Dream Team :
Adebayor, Clichy, Touré, Nasri og Sagna

Sló út : Sporting FC, Inter og Werder Bremen
——————————————————-

League Cup :

Ég tapaði í 3rd round á móti Hull. Ég tefldi fram ungstyrnunum en það var greinilega ekki nóg. Þar sem mér finnst ekkert varið í þessa dollu var ekki mikill metnaður í mér að reyna vinna hana. Enda datt ég útúr henni mjög fljótt.

——————————————————-


FA Cup :

1. Arsenal
2. Newcastle
3. Liverpool/Blackburn

Ég vann FA Bikarinn. Lokaleikurinn var á móti Newcastle sem ég hélt að væri auðveldur leikur. Eftir 50 mínútur var staðan orðin 2-0 fyrir mér. Ég hélt að sigurinn væri kominn í höfn en allt kom fyrir ekki. Gamla kempan Michael Owen náði að minnka munin í 2-1 á 58 mínútu. Ég byrjaði að setja menn í vörn og ætlaði að halda þetta út en á 70 mínútu skoraði Michael Owen aftur. Staðan var orðin jöfn 2-2. Mér brá frekar mikið í brún því að mig langaði að vinna þennan bikar. Franski snillingurinn Nasri kom mér aftur yfir 3-2 á 83 mínútu. Ég var ákveðinn í því að missa ekki forusta aftur en á 85 mínútu skoraði Martins úr skalla. Ég var vitanlega svekktur en kátínan var fljót að koma upp aftur þar sem að markið var dæmt af vegna rangstöðu. Ég náði að halda þessu út og var þar af leiðandi sigurveigari FA Cup bikarsins.

Það kom mér á óvart hvað Jack Wilshere blómstraði í FA Cup bikarnum. Hann spilaði 3 leiki, skoraði 1 mark og lagði 3 önnur. Enda var meðaleinkunn hans 7.47 í þeirri keppni

——————————————————-

Hér eru smá tölfræði til að sýna ykkur. Þetta er tekið saman úr öllum keppnum.

Markahæðsti maðurinn : Emmanuel Adebayor (26)
Flestar stoðsendingar : Michael Johnson (13)
Maður leiksins : Emmanuel Adebayor (7)
Gul Spjöld : Kolo Touré (9)
Rauð Spjöld : Michael Johnson (1)
Meðal einkunn : Bacary Sagna (7.25)

Þrefaldur Meistari á fyrsta tímabilinu. Vann úrvalsdeildina, meistaradeildina og FA-Cup

——————————————————-

Nú er komið að lokum. Þetta var smá yfirsýn á gengi mínu á fyrsta tímabilinu sem ég hef spilað með Arsenal. Ég vona að þið hafið notið þess að lesa þetta hjá mér. Þetta er mín fyrsta grein þannig endilega komiði með smá “feed-back”. Stafsetningarvillur eru afsakaðar sama sem innsláttarvillur.
Einnig skrifaði ég texta með þeim atriðum sem mér fannst þurfa koma fram og vona að hann hafi ekki verið of langur. Einnig notaði ég BB kóðann mikið þar sem ég vildi afmarka eða “highlight-a” e-h sem er mikilvægt að taka eftir.

Takk fyrir mig.

Pálmar Sigurpálsson