Ég var staddur fyrir framan tölvuna mína um daginn (uu hvenær er ég ekki þar?) Og var að dunda mér í Sunderland save-inu mínu. Tímabilið var búið og svona lala árangur og ég ákveð að styrkja hópinn með svona 1-4 leikmönnum. Eins og venjulega vanda ég til verks, og fékk því á mig nokkur transfer speculation þar sem eins og alltaf er pælt i því hvort að maður ætli að kaupa viðkomandi leikmann á þrefalt hærra verði en hann er verðlagður á.

Svo líður heimsmeistarakeppnin og allt í fína. Einn daginn fæ ég á mig speculation um að e-r kóreskur framherji vilji koma til mín! Ég kannaðist ekkert við gaurinn og því síður hafði ég áhuga á honum. Þetta varð til þess að framherjarnir hjá félaginu skitu í sig af hræðslu um að ég ætlaði að fleygja þeim á dyr fyrir þennan gaur. Ég neyddist því til þess að borga morðfjár í nýjum samningum til þeirra, sem að þeir samþykktu og allt virtist vera í góðu.

Ég segi með sjálfum mér : ,, Pjúff, vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur!´´ En þetta var bara byrjunin, næstu daga var floodað yfir mig fréttum að leikmannakaubum mínum, sem að ég hafði ekki hugmynd um að ég ætlaði að gera. Hérna er listinn:

Olaf Melberg - 21 m. - Aston Villa

Daniel Anderson - 16,75 m. - Venezia

Kim Dyung-Ji - 2,3 m. - Pohang Steelers

Alexander Holoko - 1,1 m. - Dynamo Kiev

Vadislav Vasduk - 1,5 m. - Dynamo Kiev

Allan Bak Jensen - 7 m. - Heerenveen

Zoubaier Baya - 1,9 m. - Besiktas

Predrag Djordjevic - 4,7 m. - Olympiakos

Brady Carneli - 14,75 m. - Stuttgart

Koji Nakata - 8,75 m. - Kashima Antlers

Goran Druelic - 16,25 m. - Real Zaragoza

Andy Mclaren - 7,25 m. - Kilmarnock

Paulo Wanchope - 14 m. - Manchester City

Chen Yang - 7,75 m. - Frankfurt

Tom Mcmanns - 6,75 m. - Hibernian

Fabio Galante - 9 m. - Torino

Steve Marlet - 25,5 m. - Fulham

René Henriksen - 775 k. - Panathinakos

Marcos - 9,5 m. - Sociedade Esportiva Palmeiras

Edward Tsikmeystruck - 2,5 m. - Spartak Moscow

Fredrico Lussenhoff - 16,5 m. C.D. Tenerife

Thomas Helveg - 7,75 m. - Aston Villa

Ivian Kralj - 7,75 m. - PSV

Þetta er rosalegt! Flesta af þessum mönnum þekki ég ekkert og hef aldrei pælt í því að kaupa. Reyndar hafði ég ekki áhuga á neinum af þessum mönnum. Eina skýringin sem ég gat fundir er sú að ég sé svo vinsæll stjóri með vinsælt lið að bókstaflega alliri heimti að koma til mín! (Smá egó, ég veit :)). Þið getið rétt ímyndað ykkur peninginn sem að fór í nýja samninga hjá hræddum leikmönnum sem að voru hræddir um að e-r óþekktur njóli ætti að koma í staðinn fyrir þá.

Hvað haldið þið?

Annars er það að frétta af mér að ég er að gera nýjan greinaflokk, leikmaður vikunnar á leikmannakubbi. Líst mönnum ekki bara vel á það? Auk þess ætla ég bráðum að setjast niður og skrifa um restina á 1.tímabili með Sunderland og allt 2.tímabilið. Það er gerist þegar ég hef klárað það tímabil.

Gleðileg jól!

Með fyrivara um stafsetningarvillur,
Pires-Pirez
Anyway the wind blows…