Reading 08/09 Eftir frekar dapurt tímabil 07/08 þar sem við höfnuðum einungis í 11. sæti þar sem við vorum að berjast um 6.sætið (evrópusæti) nær allan tímann var komið til að hrista upp í mannskapnum.

Margir ljósir punktar voru þó á spilamennsku liðsins og margt sem þurfti að laga. Liðið var frekar vel statt með framherja og skoraði liðið frekar mikið (72 mörk í 38 leikjum) þar sem Fernando Cavenaghi fór hamförum og skoraði 26 mörk í deildinni ásamt því að vera með 12 stoðsendingar! Hann var klárlega langbesti leikmaður liðsins og vissi ég að ég þyrfti að fá svipaða leikmenn til liðsins. Dökku punktarnir voru þeir að markmenn liðsins voru ekki að standa sig sem skyldi, ég hafði haft mikla trú á hinum unga og efnilega markmanni u-21 landsliðs Englands Scott Carson og hafði haldið trú við honum í gegnum öll tímabilin í efstu deild. Ég hafði alltaf fengið hann lánaðan fyrir tímabilin en ég ákvað að gera það ekki í þetta sinn.

Ég vissi að ég þyrfti að grandskoða leikmannahópinn og láta menn fara og fá nýja ferska leikmenn til félagsins, þar sem ég þekkti hópinn mjög vel átti ég frekar auðvelt með það, þó margir ágætir knattspyrnumenn sem höfðu lagt gott starf í félagið hefðu verið látnir taka pokann sinn, s.s. Morientes og ungstirnið Felino Jardim.

Stjórnin var hæstánægð með mig hjá félaginu. Hún vildi enda um miðja deild á næsta tímabili. Ákveðið var að stækka æfingasvæðið en völlurinn var ekki stækkaður vegna fjármagnskorts. Ég fékk 7,25 M punda og ákveðinn Wage Budget. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að velja að hafa mest í Wage Budget eða 600 k og fékk því 2,1 M punda til leikmannakaupa.
Ég gerði þetta því liðið var frekar illa statt fjárhagslega.

Þegar undirbúningstímabilið hófst var þetta niðurstaðan:

Leikmenn inn:

Gabriele Cavallaro - Free - Juventus
Miguel Ángel Rubio - Free - Real Madrid
Robert - Free - PSV
Maikel van Kampen - Free - Feyenoord
Federico Reglia - Free - Fiorentina
Robert Huth - Free - Chelsea
Betinho - Free - Brondby
Albert Jorquera - Free - Barcelona
Dorian Dervite - Free - Lille
Akin Serhat - Free - Anderlecht
Arturo Lupoli - Free - Middlesbrough
Stephen Warnock - Free - Liverpool
Johan Absalonsen - Free - Brondby
Nigel Reo-Coker - 750 k - West Ham


Samtals: 750 k


Leikmenn út:

28 leikmenn fóru frá félaginu. Þ.á.m: Morientes, Akin Serhat, Kris Boyd, Neil Mellor og svo minni spámenn / unglingar.

Samtals: 14,5 M punda


Undirbúningstímabilið gekk í garð og stillti ég upp 4-1-2-1-2 kerfi sem ég hafði notað á síðari hluta tímabilsins 07/08. Liðið var oftast eftirfarandi:

GK: Jorquera
DL: Warnock
DR: Ouaddou
DC: A. Ferdinand
DC: Huth
DMC: Edu
MC: Augusto Recífe
MC: Reo-Coker / Flamini
AMC: Absalonsen / Fredheim Holm
FC: Cavenaghi
FC: Betinho / Robert

Ég ætlaði að koma vel stemmdur til leiks í deildinni. Ég spilaði 9 æfingaleiki og þ.á.m var ferðalag til Zimbabwe og ferð til Brasilíu. Ég vildi kynna mína menn fyrir ”samba” bolta og láta þá læra af þeim infæddu. 8 leikir unnust nokkuð örugglega (þ.á.m 6-0 sigur á Lazio) og svo 1-1 jafntefli á móti Köln þar sem mínir menn voru ekki alveg komnir í gírinn.

Æfingakerfið var strangt allt tímabilið. Ég vildi mína menn vel stemmda og geta hlaupið eins og hunda í 90 mínútur enda var ég ekki í uppáhaldi hjá fjölskyldum leikmanna. Kona Cavenaghi sagði mig meira að segja hafa eyðilagt fjölskylduna hennar og vildi mig feigann.
Ég tók þó lítið mark á henni þar sem hún var frá Argentínu og kolrugluð í grímunni.

Fyrsti leikur tímabilsins var á útivelli gegn Bolton. Pressan var búinn að spá okkur 50-1 líkum á að vinna deildina svo okkur fór eitthvað fram þar sem það var 2000-1 fyrsta tímabilið.

Leikurinn byrjaði skemmtilega og ljóst var að æfingaleikirnir og stífa prógrammið hefðu skilað sér. Argentínska markamaskínan Cavenaghi opnaði markareikninginn á 16.mín þegar hann óð upp völlinn og lagði boltann fram hjá gamla finnska sekknum Jussi 0-1. Ég grét næstum þegar Ricardo Gardner jafnaði á 47 mín fyrri hálfleiks 1-1. Ég sagði mönnum mínum í hálfleik að skjóta niðri á Jussi, hann var orðinn 33 ára gamall og hafði ég sterkar heimildir fyrir því að hann hefði legið í súkkulaði og feitum lambalærum um páskana. Það kom á daginn þegar Cavenaghi tryggði okkur 2-1 sigur á 59. mín með skoti niðri í bláhornið, eftir að hann hafði sloppið framhjá varnarmönnum Bolton. 2-1 sigur á þeim hvítu í fyrsta leik!

Næstu leikir fóru ekki sem skyldi. 1-1 jafntefli heima á móti Fulham þar sem var tjaldað í markmannsteignum og við gjörsamlega yfirspiluðum Coleman og félaga. Næsti leikur var sá skrítnasti á tímabilinu útileikur gegn stjörnumprýddu liði Chelsea. Þeir með sína stjörnuleikmenn og brjálaðan Portúgala á hliðarlínunni lágu í sókn allan leikinn. Það var þó Argentínska undrabarnið Fernando Cavenaghi sem skoraði úr vítaspyrnu á 44.mín. 0-1 í hálfleik og ég meira en sáttur. Chelsea menn voru allt annað en heppnir því þeir misstu 2 leikmenn að velli meidda, þ.á.m Petr Cech markmann. 20 ára varaliðs markvörður var þá sendur í markið.
Okkar menn nýttu sér það og skoraði Betinho á 87.mín og svo innsiglaði Nourdin Boukhari
0-3 sigur okkar á Stamford Bridge á 89.mín fyrir framan andlitin á brjáluðum Englendingum og fótboltabullum með meiru. 0-3 sigur staðreyndur og ég held að ég hafi fellt tár þegar ég kom heim.

Þegar styttist í lok tímabilsins vorum við í barning um evrópusæti og jafnvel meistaradeildarsæti! Við vorum í 3-5 sæti mest allan tímann.

Þegar tímabilið var úti var það staðfest. Reading komnir í meistaradeildina í fyrsta skipti!

Lokastaðan var þannig:

1.Arsenal 85-36 +49 94 pts.
2.Chelsea 77-29 +48 86 pts.
3.Liverpool 68-31 +37 81 pts.
4.Reading 92-53 +39 73 pts.
5.Everton 56-33 +23 70 pts.
6.Tottenham 54-35 +19 67 pts.

Athygli vekur að Man Utd. náði aðeins 7 sætinu og komust þar af leiðandi í enga keppni. Steve Bruce hafði tekið við stjórnvölinn hjá liðinu fyrir tímabilið af gamla refnum Sir Alex Ferguson.

Þess má geta að Reading liðið var það markahæsta í deildinni frá upphafi. Skoruðum hvorki fleirri né færri en 92 mörk! Fernando Cavenaghi var markahæstur í deildinni með 31 mark.
Hann var jafnframt valinn ’English Players Player of the year’ og ’Footballer of the year’.
Reading átti 3 menn í fyrstu 4 sætunum yfir meðaleinkunn:

Average Rating:

1. Cavenaghi 7.67 (36 leikir)
2. Edu 7.64 (36 leikir)
3. Thierry Henry 7.58 (33 leikir)
4. Stephen Warnock 7.57 (28 leikir)

Ásamt því að skora 31 mark í ensku úrvalsdeildinni átti Cavenaghi 21 stoðsendingu og var langefstur þar í deildinni líka en næsti maður kom með 13 stoðsendingar. Hér kemur svo mynd af kauða -> http://www.soccerole.com/fotos/jugadores/peque/cavenaghi.jpg

Það kom mönnum ekki óvart að stóru klúbbarnir voru farnir að renna hýru auga til Argentínska undrabarnsins s.s. Arsenal og Liverpool.

Spútnik leikmaður liðsins var framherjinn Betinho. Hann blómstraði þegar hann fékk tækifærið. Hann skoraði 17 mörk í 28 leikjum (7 skiptimaður)

Uppgjör tímabilsins:

PRM: 4.sæti (meistaradeildarsæti)
League Cup: 4. umferð 0-1 tap á móti Boro
FA Cup: 6. umferð 1-0 tap vs Man Utd.
Markahæsti leikmaður: Fernando Cavenaghi 32 mörk (31 í PRM)
Flestar stoðsendingar: Fernando Cavengahi 21
Oftast maður leiksins: Fernando Cavenaghi 9x
Spjaldakóngur: Robert Huth 1 rautt, 5 gul
Leikmaður ársins að mati stuðningsmanna: Fernando Cavenaghi 2x árið í röð!

Lykilmenn Tímabilsins: Cavenaghi, Edu, Huth
Fat Chicks & A Pony….