Halló.

Ég ákvað að taka við mínu uppáhaldsliði í Championship Manager þar sem ég var kominn með smá leið á að stjórna liðum í neðrideildum, þó svo að það sé rosalega skemmtilegt. Þannig að ég bið ykkur vinsamlegast að sleppa þessum commentum um hvað það sé auðvelt að stjórna Manchester United o.s.frv.

<b>- Manchester United 03/04.</b>

Eftir tvö ár í uppvaski á Carrington, æfingarsvæði Manchester United fékk ég loksins langþráð tækifæri. Mike Phelan, aðstoðarmaður Sir Alex, var veikur heim og Sir Alex bað mig um að koma með sér á æfingu og hjálpa við að raða upp keilum og önnur smáverk. Ég þáði boðið strax og valhoppaði eins og lítill drengur inn á völlinn og sá þar skemmtilega leikmenn á borð við Ruud van Nistelrooy svo ég nefni nú nokkra.

Ég sá þetta tækifæri sem tækifæri lífs míns. Ég hugsaði út í það að ef ég myndi standa mig í stykkinu yrði mér kannski boðin staða þjálfara ef ég myndi sýna ákveðni, hörku og áhuga - sem ég vissulega gerði. Æfingin gekk frábærlega og endaði hún á vítaspyrnukeppni á milli Ruud van Nistelrooy og Mikeal Silvestre, ótrúlegt en satt - sá síðarnefndi vann!

Seinna um kvöldið fékk ég símtal. Mér sýndist þetta vera númerið hans Fergie. Ég svara símanum og þar er skotinn síungi hress og kátur og býður hann mér í mat á flottasta veitingastað borgarinnar. Við snæddum saman og hann sagðist vilja bjóða mér stöðu þjálfara með það inn í myndinni að ég myndi taka við stjórastólnum eftir tvö ár. Bitinn svelgdist á upp í mér leið og hann sagði þetta og samþykkti ég þetta. Þessi tvö ár liðu hratt og landaði liðið hverjum titlinum á fætur öðrum.

Þegar Sir Alex hætti átti hann fund við David Gill, forstjóra Manchester United og hefur hann víst mælt með mér þar sem David hringdi í mig skömmu eftir að Sir Alex labbaði útaf fundinum og bað hann mig um að koma og hitta sig. Ég mætti og þar bauð hann mér samning til ársins 2007 með 45.000 punda vikulaun - ég tók boðinu eins og skot!

Ég ákvað að taka á liðinu með engum vetlingatökum. Ég leit yfir leikmannahópinn og sá að það þurfti að styrkja nokkrar stöður. Ég fékk 43 milljónir til þess að eyða í leikmenn og eyddi ég þeim strax! Ég keypti Mateja Kezman frá PSV Eindhoven á 19.75milljónir punda og Lucio frá Leverkusen á 10.75milljónir. Auk þess keypti ég Hjálmar Þórarinsson frá Þrótti Reykjavík á 75þúsund pund.

Mér fannst ég vera kominn með ágætlega sterkt lið, og byrjaði ég tímabilið. Ég spilaði 4-4-2 með Gung-Ho skipanir til leikmanna. Ég notaði Tim Howard í markinu, Ferdinand og Lucio í miðverðinum og frakkann síkáta, Mikael Silvestre, í vinstri bakverðinun. Gary Neville sá vel um hægri bakvörðinn. Hægrameginn á miðjunni var Cristiano Ronaldo sem brilleraði allt tímabilið. Hinum meginn var Ryan Giggs og á miðri miðjunni voru Paul Scholes og Roy nokkur Keane. Frammi voru Ruud van Nistelrooy og Mateja Kezman.

Með þessari uppstillingu vann ég deildina léttila. Ég endaði með 99 stig og næsta lið var með 70 stig. Ég rústaði FA Cup, League Cup og auk þess vann ég Meistaradeildina nokkuð örugglega. David Gill var fáránlega ánægður með mig og bauð hann mér langtímasamning til ársins 2012. Þá átti ég að fá 95.000pund í vikulaun.

- -

Eftir tímabilið ákvað ég að segja upp og taka við öðru liði. Southampton var fyrir valinu og er ég er að pæla í að skrifa aðra grein um hvernig það gekk eitthverntímann seinna.

<b>Kveðja,</b>
yngvi