ATH! Útaf því að CM sorted update-ið virkar ekki hjá mér þá ákvað ég að seta allar helstu leikmannabreytingar inn í editor….sumum finnst þetta vera svindl en það er bara þeirra skoðun.


Ég sat við sundlaugina í villunni minni heima á Spáni þegar ég var að glugga í Morgunblaðið og sá athyglisverða grein. Góðvinur minn og stjórnarformaður Lyon, Jean-Michel Aulas, var búinn að reka knattspyrnastjóra félagsins. Ég hló með sjálfum mér og hugsaði: “Týpískur Jean”. Þessi grein minnti mig á að ég hafði ekki talað við Jean lengi og kannski væri kominn tími á að spjalla svolítið við hann. Ég hringdi i hann daginn eftir og spurði hann hvort við gætum ekki talað saman einhverntíma þegar hann var á Spáni eða ég í Frakklandi. Þá sagði hann mér að hann væri akkúrat á leið til Spánar að skoða Knattspynrustjóra. Við ákváðum að hittast á kaffihúsi í Madrid eftir viku.

Vikan leið og við hittumst á þessu ágæta kaffihúsi og heilsuðumst við eins og við höfðum ekki sést áratugi. Ég spurði hann hvað væri að frétta og svaraði hann mér í frekar fúlum tón, hann var nýbúinn að reka stjórann og enginn virtist hafa áhuga á að taka við liðinu enda var liðið í frekar slæmum málum, tímabilið áður hafði verið hrein hörmung og liðið rétt slapp við fall. Ég byrjaði að spyrja hann um hvernig andrúmsloftið væri og sagði hann að það væri hræðilegt, margir leikmenn vildu fara og þjálfarar og aðrir starfsmenn væri einnig óánægðir, hann sagðist þurfa einhvern reyndan og góðan knattspyrnustjóra og það með hraði, einhvern eins og mig enda hafði ég gert mörg smærri lið í Evrópu að stórveldum og nú síðast Portsmouth. Þá kom skrýtinn svipur yfir andlit Jeans. Hann spurði allt í einu; “Villt þú bara ekki taka við liðinu”?. Mér brá auðvitað og fannst þetta alveg fáráleg hugmynd í fyrstu en þegar ég byrjaði að hugsa um það saknaði ég starfsins mjög þannig ég ákvað bara að taka tilboðinu. Jean varð himinlifandi og sagði að ég mætti koma til starfa eins fljótt og unnt væri. Ég talaði við fjölskylduna og tókum við fyrstu flugvél til Frakklands!

Þegar ég kom til félagsins var andrúmsloftið lélegt, það var í raun alveg eins og Jean sagði, hörmulegt. Ég sá að það þyrfti að kaupa nýja leikmenn og það fljótt en ég hafði þónokkurn pening til að kaupa eða 24 milljónir. Ég sá strax að mig vantaði allavegana einn framherja og tvo varnarmenn. Nokkrum mánuðum áður hafði liðið keypt frábæran brasilískan framherja, Élber að nafni, hann hafði komið frá FC Bayern.

Fjótt lá leið mín til Englands á leik með Tottenham. Þar sá ég strax tvo leikmenn sem höfðu hrifið mig, það var framherjinn Frédéric Kanouté og bakvörðurinn Mauricio Taricco. Ég fékk þá báða á samanlagt 6,5 milljónir og var það ekki neitt í mínum augum.

Efir ferðalagið til Englands lá leið mín til Hollands að horfa á vináttuleik milli hollenska liðsins Sparta og norska liðsins Molde. Hjá Sparta sá ég strax einn frábæran 19 ára varnarmann, David Mendes da Silva að nafni. Ákvað ég að kaupa hann á 3,1 millur. Hjá Molde var einnig einn frábær ungur leikmaður, 20 ára miðjumaður sem hét Magne Hoseth og fékk ég hann á 2,1 millur.

Núna var ég búinn að kaupa þá leikmenn sem ég þurfti og ákvað ég að nota leikkerfið 4-1-3-2 en það leikkerfi hafði reynst mér frábærlega vel í gegnum tíðina en svona var liðinu stillt upp:

GK – Grégory Coupet
DL – Jérémie Bréchet
DR – Mauricio Taricco
DC – Edmílson
DC – Patrick Muller
DMC – Philippe Violeau
MC – Juninho
MC – Sidney Govou
MC – Eric Carriére
FC – Élber
FC – Frédéric Kanouté

Deildin:

Deildin byrjaði frábærlega með sigrum á Bordeaux, Paris SG og Auxerre. Ég var í fyrsta sæti allan tíman og var deildin svo auðveld að það þýðir ekki einu sinni að tala um hana. Ég vann deildina með um 20 stiga mun en Paris var í 2. sæti.

French Cup:

Leið mín um French Cup var einnig auðveld fyrir utan frekar erfiðan úrslitaleik við Marseille sem ég vann 3-0. Staðan segir ekki allt því þessi leikur var mjög spennandi.

League Cup:

Leið mín um League Cup var álíka auðveld og um French Cup en núna var úrslitaleikurinn meira spennandi þrátt fyrir spennu síðast en leikurinn á móti Montpellier vannst 3-1.

Meistaradeildin:

Núna get ég fyrst farið að segja almennilega frá. Í fyrstu riðlum lenti ég með Anderlecht, Liverpool og Roma. Ég bjóst við að ég myndi lenda í 3. sæti en svo var alls ekki raunin, ég komst uppúr riðlinum eftir tvo frábæra sigra á móti Liverpool og var ég mjög ánæagður. Í riðlum nr.2 lenti ég með Parma, Dortmund og Schalke. Ég vissi að þessi riðill myndi verða mun erfiðari en sá fyrri og var það raunin. Ég vann Schalke tvisvar örugglega en átti í meira basli með Parma og Dortmund. Ég tapaði hræðilega á móti Parma í fyrri leiknum 4-1 og tapaði ég líka illa á móti Dortmund í fyrri leiknum við þá 3-0. Ég vissi að eitthvað þyrfti að breytast ef ég ætlaði ég áfram og allt í einu tók liðið mitt kipp. Ég vann Dortmund í seinni leiknum 1-0 og vann ég Parma líka 1-0. Þetta þýddi að Lyon var komið í 8-liða úrslit á kostnað Parma!

Allir voru ánægðir og var Jean vinur minn orðlaus.

Í átta liða úrslitum fékk ég Man Utd! Ég var viss um að ferð minni í Meistaradeildinni var lokið en maðir á aldrei að segja aldrei!

Leikurinn í Englandi var ótrúlegur, ég vann 2-1 á einhver furðulegan hátt og var ég mjög svo hissi en seinni leikurinn var enn eftir. Í honum voru Manchester menn mun sterkari og voru í sókn allan leikinn en samt sem áður náði Juninho að skora og ég var kominn í undanúrslit!

Í undanúrslitum fékk ég ótrúlega mótherja, ég fékk Spartak frá Moskvu, þeir höfðu slegið Juventus úr í 8-liða úrslitum á ótrúlegan hátt.

Ég vann heimaleikinn örugglega 4-1 og var ég næstum kominn áfram og í útileiknum notaði ég nokkurnvegin varalið en það kom ekki að sök því ég komst áfram þrátt fyrir 2-0 tap.

Lyon var komið í úrslitaleikinn á móti Barcelona, hreint út sagt ótrúlegt og var einn stærsti leikur ferilsins framundan.

Dómarinn flautaði og leikurinn var hafinn. Ég sá strax að þetta yrði erfitt fyrir mína menn þegar Patrick Kluivert skoraði fyrir Barcelona strax á 6. mínútu en það forskot varði ekki lengi því á 13. mínútu fékk ég innkast og var vörn Barcelona sofandi á verðinum því Élber skoraði með frábærum skalla og staðan var orðin 1-1! Eftir þetta var leiðin aðeins uppávið og leikmenn Lyon höfðu yfirburði á öllum sviðum leiksins eftir þetta. Við skoruðum aftur á 27. mínútu og var það Sidney Govou sem var að verki. Þegar flautað var til hálfleiks voru stuðningsmenn mínir frábærlega ánægðir. Ég sagði mönnunum í hálfleik að við þurftum að halda pressunni og reyna að skora meira.

Það gerðist lítið markvert í leiknum þar til á 70. mínútu en þá skoraði Frédéric Kanouté og síðan aftur á 79. mínútu. Staðan var orðin 4-1 og sigur var í höfn. Þegar dómarinn flautaði svo til leiksloka brutust út svo mikil fagnaðarlæti að ég hafði ekki séð annað eins, tilfinningin var frábær að hafa unnið þennan bikar enn einu sinni og var ég himinlifndi!

Eftir tímabilið vildu allir helstu leikmenn Evrópu koma til mín en ég ákvað á fá Carles Puyol frá Barcelona á 4 millur og Damien Duff frá Chelsea á 3,6 millur en hann fékk ekki að spila mikið þar en einnig fékk ég Steve Marlet frítt frá Fulham. Á miðju fyrsta tímabilinu fékk ég líka Nolberto Solano frá Newcastle á 2,7 millur og Julius Agahowa frá Shakhtar á 3,6.

Ég seldi líka Tony Vairelles á 2 millur og Sonny Anderson á 3,5.

Élber var valinn French players player of the year með 8,20 í m.eink og var Kanouté þar í öðru sæti með 8,07 í m.eink.




Því miður var ég of seinn að senda þessa sögu í sögukeppnina en endilega segið hvað ykkur finnst um hana.
ViktorXZ