Góðan dag.

Ég er búinn að eiga Samsung vasamyndavél í dálítinn tíma og hef verið að fikta mig aðeins áfram í þessu áhugaljósmyndadæmi. Er samt ekkert svaka mikið í þessu.

Mig langar gríðarlega mikið til þess að kaupa mér alvöru græjur til að taka almennilegar myndir.

Ég er dálitið hrifinn af Canon 500d vélinni. Aðallega vegna þess að ég hef bara kynnt mér þá vél.

Ég veit að ég get fengið vélina á rúmar 60.000 í fríhöfninni með 18-55 mm linsu. Ég veit líka að pakki með vélinni, 18-55mm linsu og annarri 55-200mm linsu og rafhlöðuhaldi kostar um 93 þúsund í fríhöfninni. Hér heima kostar þetta sama um 99.900 og 139.900.

Síðan er önnur vél sem mágur minn á sem ég væri til í. Hann á Olympus E500

Nú hefur maður heyrt ýmislegt, sumir hallast að Canon á meðan aðrir hallast að Olympus.

Hugsanlega er Canon pakkinn of dýr fyrir svona “first timers” og Olympus e500 feykinóg.

Með hverju mælið þið?