Ég hef verið að dunda mér með litlu canon ixus vélina mína, og hef lengi verið að hugsa um að uppfæra mig í einhverja betri vél.
Nú svo kom kreppan og hækkaði verðið á vélum alveg upp úr öllu valdi.
Hvaða vélar mæliði með að séu góðar fyrir byrjanda, og er það rétt að ég geti nánast fengið hvaða vél sem er, það sé linsan sem skiptir máli frekar en vélin sjálf?
og endilega ef einhver er með eitthvað spennandi til sölu notað að benda mér á.