Hefur einhver hérna búið til heimatilbúnar filmur?

Ég er að reyna að finna út hvernig er best að gera þetta. Þetta var víst gert áður fyrr með eggjahvítum og smurt á gler og miðað við það sem ég hef lesið mér til um þetta ætti að virka að setja AgCl lausn saman við gelatin (en hægt að nota eggjahvítur) og svo á gler.

Vandamálið er að fá AgCl. Ég spurði efnafræðikennarann minn hvar væri mögulegt að fá þetta og hún stakk upp á því að tékka hvort ljósmyndabúðir væru með eitthvað svona. Annars ætla ég að reyna að panta eitthvað á netinu.

Vitið þið eitthvað?

Ég veit að það er hægt að kaupa svona ljósnæmt lag tilbúið og það eru fleiri aðferðir, markmiðið er samt að reyna að gera þetta alveg frá grunni.