Ég er líklega að spyrja eins og fífl en hvað er ISO? Ég hef eitthvað verið að leika mér að taka myndir en er nú bara með Canon Ixus í augnablikinu en er að spá í að fá mér Nikon D80 í haust svo það væri gaman að fá á hreint hvað ISO er.
Það er hægt að velja á milli þess að hafa ISO-ið á auto, 50, 100, 200 eða 400 á Ixusnum en ég veit bara ekki hvað þetta ISO svo ég hef hana bara á auto.
Ég hef ákveðna hugmynd um hvað þetta er en ætla ekkert að vera að flagga því ef ég hefði nú stórlega rangt fyrir mér.