Er með nýja Canon 400d til sölu, tveggja linsu kitið (18-55mm og 55-200mm), Loewpro tösku og 2gb minniskort fylgir með. Vélin er keypt á Íslandi í lok maí og er ábyrgðin í góðu lagi. Vélin hefur verið notuð en mjög vel farið með hana og er hún í 100% ástandi.

Vélin var keypt, en aðstæður og áherslur breyttust og er kjörið að leyfa öðrum að fá að spreyta sig. Ég er ekki að reyna að græða á vélini og skoða öll alvöru tilboð. Samtals er virði pakkans (ef keypt út í búð) um 154 þúsund en ég er ekki á höttunum eftir slíku verði, bara sanngjörnu verði fyrir gæða myndavél (nýr tveggja linsu pakki hjá Beco 139.900 krónur 22. júlí, minniskortið er ca. 8 þúsund og taskan 6 þúsund). Upprunalegar umbúðir geta fylgt.

Já, minniskortið er Delkin (2gb, eFilm Pro, compactFlash High Speed) og það er líka auka rafhlaða sem fylgir (delkin canon Nb2lh 800mAh).

Ef þið vitið um einhvern sem hefði áhuga sendið mér ep. Ég get hiklaust mælt með þessari vél og ég á eftir að sjá mikið á eftir henni, en ég er að fá nýja vél sem hentar mér betur.

Bætt við 23. júlí 2007 - 15:35
Myndavélin er seld. Þakka sýndan áhuga.