Jæja nú langar mig að fara að taka myndir. Ég hef fengið bakteríuna eftir að hafa skoðað þetta áhugamál í nokkuð langan tíma.

Þá kemur stóra spurningin. Heima eigum við Sony frekar gamla myndavél sem mér finnst ekki nógu skemmtileg. Ekkert hægt að gera með henni og mig langar í myndavél. Hvað er best að kaupa sem er kannski ekkert svakalega dýrt því ég er bara rétt að byrja að prófa.

Öll svör vel þegin..

Og svo annað. Þessi forrit sem þið notið. “Kaupiði” þau á netinu eða fariði út í búð og kaupið þau?

Ok nóg af heimskulegum spurningum. Vona að ég fái ekki jafn heimskuleg svör:)