Hæ hó !
Ég hénna keypti mér ekki alls fyrir löngu Canon G1 sem er ágætisvél en mér þykir leitt að geta ekki styllt fókusinn sjálfur og er því að spá í að skipta á næsta ári eða kannski fyrr en var svona að spá hvar mar getur komist á ljósmyndunarnámskeið til þess að læra ljósmyndun og allt í sambandi við vélina !?
ljosmyndari.is var með námskeið í sumar en núna eru bara námskeið á netinu hjá þeim og það er ekki akkurat það sem ég er að leita eftir !
Ég kann ekkert voða mikið á vélina mína og var því að spá hvort einhver gæti sagt mér hvernig ég get tekið myndir sem eru alveg óhreifðar en samt í góðum myndgæðum ?
Eins og til dæmis þegar ég er á tónleikum eða á balli og nota auto þá koma þær allar hreyfðar en ef ég stylli yfir í av til dæmis þá koma þær alveg óhreifðar því þar get ég styllt hraðann en myndgæðin verða hrikaleg: svona einhvernveginn eins og þær séu gerðar úr mörgum punktum !!!?????

Hvernig er best að hafa vélina stylllta þegar ég er að taka myndir á böllum þar sem dimmt er inni en svona smá ljósashow ???