Sebastião Salgado Ein lítil grein um fréttaljósmyndarann Sebastião Salgado sem ég gerði sem rannsóknarverkefni fyrir skólann.
—————————-
Sebastião Salgado er meðal virtustu blaðaljósmyndurum í dag. Hann fæddist í Aimorés, Brasilíu 1944. Hann nam efnahagsfræði þar til hann kynntist ljósmynduninni 1973. Myndir hans sýna líf fólks í heiminum, og hafa þær hlotið fjölda virtra verðlauna. Hann hefur unnið W. Eugene Smith verðlaunin fyrir mannúðarljósmyndir og 2 hefur hann verið valinn ljósmyndari ársins af International Center of Photography í New York.

Hann fór 1963 í háskólann til að læra efnahagsfræði, útskrifaðist 1967, sama ár og hann kynntist konunni sinni Lélia Deluiz Wanick, saman eiga þau 2 börn, annað þeirra sem er með Downs heilkennið.
Fluttu þau til São Paulo þar sem hann fékk meistaragráðu í efnahagsfræði. Aftur fluttu þau 1969 þar sem hann nam til doktorsgráðu. Hann vann sem efnahagsfræðingur fyrir heimsbankann(World Bank).

Þau fluttu síðan til London, 1971 þar sem hann vann sem efnahagsfræðingur fyrir International Coffe Organization. Hann fór einnig oft í vettvangsferðir tengdar heimsbankanum til Afríku, þar sem hann tók sínar fyrstu ljósmyndir. Myndirnar byrjuðu að herja á hann sem varð til þess að hann yfirgaf feril sinn sem efnahagsfræðingur til að gerast ljósmyndari. Þannig 1973 fluttu þau hjónin aftur til Parísar svo Sebastião gæti hafið feril sinn sem ljósmyndari. Árið 1979 tók hann boði Magnum Photos, þar sem hann varð næstu 15 árin. Eftir hann hætti þar, 1994 hófu hann og kona hans Amazonian Images þar sem hann er enn þann dag í dag.
————————————

http://multimedia.bhs.is:16080/~BHS179252/SnorriA/salgado.html
Þarna er síðan sem ég gerði um hann, ásamt myndum sem ég setti þar og heimildaskrá, nennti ekki að skrifa alla heimildaskrána hérna svo ég vísaði frekar á síðuna..
————–