Um HPA kúta :
CU er stærðin, í raun rúmmálið, kúbíktommur.
PSI er þrýstingurinn sem kúturinn getur haldið.
Fixed pressure gefur út fastan stöðugan þrýsting og er til í tveimur gerðum.
High pressure gefur út 800 eða 850 psi sem er það sama og kolsýra. Þessir kútar ganga á alla merkjara sem nota kolsýru. Það má næstum gefa sér að sé ekkert sagt, þá sé um svona kút að ræða
Low pressure gefur út 450 psi, notað fyrir merkjara sem taka lægri þrýsting inn á sig.
Variable pressure kútar eru með stillingu sem breytir þrýstingnum sem kúturinn gefur út. Þetta er líka til í high og low, low er oft 0 - 300, psi, high 500 - 800 psi (til er líka 500 - 1200).
Allmir venulegir merkjarar, Tippmann þar á meðal, nota fixed pressure high output kúta. Þetta er lang algengasta gerðin, og sé ekki annað sagt í lýsingunni á kútnum, má gefa sér að um svona kút sé að ræða.
Ef þú ert að fara að kaupa HPA kút, þá er tvennt í stöðunni.
Annars vegar fara í það ódýrasta, 48 cu / 3000 psi fixed pressure high output kút. Svona kúta áttu að geta fengið á milli 80 - 90 dollara.
Hins vegar fara í 68-72 cu að stærð og 4500 psi í þrýstingi. Það borgar sig varla að fara í 3000 psi kúta, því fyrir ekki mikinn verðmun geturðu fengið kút sem heldur meiri þrýsting.
PMI er ágætt val, crossfire líka, centerflag aceflow sömuleiðis.
68cu/4500 kút áttu að geta fengið fyrir 190 - 210 dollara.
Hér myndi ég skoða worrgas kútinn eða centerflag.
Munurinn felst í hve mörg skot þú færð úr kútnum.
Það má gefa sér sem þumalputtareglu að 3000 psi kútur gefur um 10 skot per cu. Þannig færðu um 500 skot úr 48cu/3000 kút, og 700 skot úr 68/3000 kút.
4500 er 50% meira en 3000 í þrýstingi og loftmagni sem kúturinn heldur, og þannig færðu um 15 skot per CU. 68/4500 kútur á því að duga í yfir 1000 skot.
kv,
DaXes