Blessaðir,

Ég er algjör Nýgræðingur i Litbolta og tók það mig dágóðann tíma að komast að því að “merkjari” væri “paintball byssa” til að taka dæmi. Ég hef farið í litbolta einusinni áður og féll alveg fyrir íþróttini.

Mér langaði að forvitnast samt aðeins um Litbolta.

Kostnaðurinn að spila litbolta er ekki beint lítill, ég var að skoða merkjara á netinu og fann nokkra sem væri líklegast mjög gaman að eiga en ég er ekki eins viss um gæðinn á þeim. Einsog t.d.

Ariakon SIM-4 RIS Elite (sem ég féll alveg fyrir) http://www.pbreview.com/products/reviews/3042/
og hefur hún fengið góða dóma einsog sést á linkinum.

En miða við lesturinn sem ég hef gert hér þá held ég að þessi merkjari sé aðeins “out of my league”..
Ætti ég sem byrjandi að spila meira á leigðum merkjurum eða kaupa mér merkjara? Svo sá ég mikið talað um “Tippmann 98 Custom” en ef ég man rétt þá notar hún Co2 en ekki loft.

Getur einhver sagt mér frá merkjara sem notar loft og er í þægilegu verði? Það væri mjög vel þegið.
Svo til að enda þetta, þá er ég 16 ára, þarf maður að vera eitthvað “visst” gamall til að geta átt sinn eiginn merkjara? Og er ekki hægt að geyma merkjarann sinn heima hjá sér?

Og hvað kostar að skrá sig í Litbolta félag?

Takk Takk =D
Paintball Rookie