Daginn !

Ég býst ekki við mörgum svörum þar sem þetta áhugamál er hálfdautt… En vonandi fer eitthvað að gerast !
Þetta áhugamál ætti að ná langt, það þarf bara að virkja það.

Mig langar að koma af stað umræðu um merkjarana og helsta búnað c“,)
Þeir sem eru farnir að huga að kaupum á merkjara hafa á milli margra gerða að velja og getur verið erfitt að ákveða hvað henti manni best.

Sjálfur er ég í pælingum, og er með nokkur merki í huga. Ég myndi ég helst fá mér einhvern ”High end" merkjara, sem notar loft, ekki kolsýru, þó ekki of flókin (helst ekki einhvern forritanlegan með LCD panel og einhverjum gífurlegum fídusum) heldur einhverjum þægilegum.
Ég er samt alls ekki að efast um að það sé þægilegt að hafa allt þetta á merkjaranum kannski bara óþarfi fyrir svona nýgræðing eins og mig.

Það væri frábært ef þið mynduð senda inn álit ykkar á svona helstu merkjurunum og deilið reynslu ykkar og skoðunum á þeim ef þið hafið einhverja.

Autococker og aðrir frá WGP (worr game products) koma vel til greina…
Shocker frá SmartParts…
Svo er WDP alls ekki svo slæmt, en þá erum við líka að tala um VERÐMIÐA í lagi ! :o)
PMI – Líst best á kúlurnar frá þeim… ;o)
JD …Grímur…
Dye… Alltof dýrir merkjarar að ég held, en grímur og hlífðarfatnaður frá þeim er FIRST CLASS!

Viddi