Góða kvöldið,

ég er búinn að vera að setja upp og fínstilla Ubuntu 7.04 (Feisty) á gamla borðvél, gömul er þó afstætt hugtak í linux aldri. Ég er með nýtt (árs gamalt) DVD drif (Nec dvd_rw3 8335 minnir mig) og samansafn af móðurborði og skjákorti sem ég keypti í einhverri tölvulistauppfærslu fyrir um tveimur árum (ódýrri nota bene).

Ég hef alltaf getað keyrt DVD og vídeo skrár í Windows án vandræða, en núna þá hökktir afspilunin (meira því stærri sem ég hef myndina) og er að láta illa.

Búinn að vera að leita svara víða og er búinn að sjá mörg svör en enginn hafa verið nákvæmlega gerð fyrir minn vanda.

Er einhver linux sérfræðingur sem gæti hjálpað?

Með fyrirfram þökk!